Hækka verð til að lækka það á svörtum föstudegi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Lánafyrirtæki auglýsa í tilefni svarts föstudags. Fréttablaðið/Vilhelm Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. „Við höfum fengið nokkuð margar ábendingar frá einstaklingum um að verslanir hafi verið að hækka verð til þess að lækka þennan dag,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fylgdust einnig með í fyrra og var það sama uppi á teningnum þá, það er að verslanir hækki verð nokkrum dögum fyrir svartan föstudag. Hvetur hann fólk til að tilkynna slíkt til Neytendastofu, enda sé ólöglegt að auglýsa afslætti nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega,“ segir Breki. Jafn framt má afsláttur ekki vara lengur en sex vikur, heldur er það þá orðið hið nýja verð. Breki segir helsta muninn milli ára vera fjölgun auglýsinga frá smálánafyrirtækjum, bæði þeim sem bjóða löglega og ólöglega vexti. „Það sem við viljum koma áleiðis er að þessi svarti föstudagur hefur verið trommaður upp á undanförnum árum sem einn helsti kaupgleðileikur ársins, eins og að verslun sé að fara úr móð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji að neytendur séu að hagnast á þessum degi segir Breki það misjafnt. „Eflaust er hægt að gera góð kaup en fólk þarf að spyrja sig hvort það virkilega vanti þær vörur sem það er að hugsa um að kaupa.“ Einnig að það kanni verðið, bæði hvernig það var áður en afsláttur var kynntur og hvernig þau er erlendis. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. „Við höfum fengið nokkuð margar ábendingar frá einstaklingum um að verslanir hafi verið að hækka verð til þess að lækka þennan dag,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fylgdust einnig með í fyrra og var það sama uppi á teningnum þá, það er að verslanir hækki verð nokkrum dögum fyrir svartan föstudag. Hvetur hann fólk til að tilkynna slíkt til Neytendastofu, enda sé ólöglegt að auglýsa afslætti nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega,“ segir Breki. Jafn framt má afsláttur ekki vara lengur en sex vikur, heldur er það þá orðið hið nýja verð. Breki segir helsta muninn milli ára vera fjölgun auglýsinga frá smálánafyrirtækjum, bæði þeim sem bjóða löglega og ólöglega vexti. „Það sem við viljum koma áleiðis er að þessi svarti föstudagur hefur verið trommaður upp á undanförnum árum sem einn helsti kaupgleðileikur ársins, eins og að verslun sé að fara úr móð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji að neytendur séu að hagnast á þessum degi segir Breki það misjafnt. „Eflaust er hægt að gera góð kaup en fólk þarf að spyrja sig hvort það virkilega vanti þær vörur sem það er að hugsa um að kaupa.“ Einnig að það kanni verðið, bæði hvernig það var áður en afsláttur var kynntur og hvernig þau er erlendis.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira