Kölluð til vegna kennara sem mætti í annarlegu ástandi á jólaföndur Eiður Þór Árnason skrifar 28. nóvember 2019 23:17 Mál af ýmsu tagi komu inn á borð lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Vísir/vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á sjöunda tímanum í kvöld tilkynnt um annarlegt ástand kennara sem mætti á jólaföndur í Breiðholti á vegum skólans, er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um atvikið að svo stöddu en ljóst er að nokkuð annasamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu framan af kvöldi. Einnig var tilkynnt um konu á níunda tímanum sem lá í götunni í miðbæ Reykjavíkur en talið var að ráðist hafi verið á hana. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist hún vera ofurölvi og sagðist einungis hafa lagt sig um stund. Önnur kona var færð á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa runnið og dottið niður stiga á skemmtistað í miðbænum. Á áttunda tímanum í kvöld barst lögreglu tilkynning um konu sem hrasaði fyrir utan verslun í Vesturbæ Reykjavíkur, talið er að hún hafi handleggsbrotið sig. Að lokum var tilkynnt um innbrot í heimahús og þjófnað í verslun.Athugasemd ritstjórnar: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út afsökunarbeiðni í kjölfar þessarar umfjöllunar og má lesa hana hér.„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á umfjöllun um útkall hennar á skólaskemmtun í Breiðholti í gærkvöld, en frétt fjölmiðla var byggð á upplýsingum frá embættinu. Greint var frá aðila sem var í annarlegu ástandi, en af því mátti ráða að viðkomandi hefði verið ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna. Svo var þó alls ekki heldur var um veikindi að ræða. Lögreglunni hafa borist, mjög svo réttilega, kvartanir vegna fréttarinnar og harmar hún mjög að hafa valdið fólki óþægindum og sárindum. Ljóst er að mistök voru gerð við upplýsingagjöf og ekki var sýnd viðeigandi nærgætni enda um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill því ítreka afsökunarbeiðnina og biður alla hlutaðeigendur velvirðingar.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á sjöunda tímanum í kvöld tilkynnt um annarlegt ástand kennara sem mætti á jólaföndur í Breiðholti á vegum skólans, er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um atvikið að svo stöddu en ljóst er að nokkuð annasamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu framan af kvöldi. Einnig var tilkynnt um konu á níunda tímanum sem lá í götunni í miðbæ Reykjavíkur en talið var að ráðist hafi verið á hana. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist hún vera ofurölvi og sagðist einungis hafa lagt sig um stund. Önnur kona var færð á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa runnið og dottið niður stiga á skemmtistað í miðbænum. Á áttunda tímanum í kvöld barst lögreglu tilkynning um konu sem hrasaði fyrir utan verslun í Vesturbæ Reykjavíkur, talið er að hún hafi handleggsbrotið sig. Að lokum var tilkynnt um innbrot í heimahús og þjófnað í verslun.Athugasemd ritstjórnar: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út afsökunarbeiðni í kjölfar þessarar umfjöllunar og má lesa hana hér.„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á umfjöllun um útkall hennar á skólaskemmtun í Breiðholti í gærkvöld, en frétt fjölmiðla var byggð á upplýsingum frá embættinu. Greint var frá aðila sem var í annarlegu ástandi, en af því mátti ráða að viðkomandi hefði verið ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna. Svo var þó alls ekki heldur var um veikindi að ræða. Lögreglunni hafa borist, mjög svo réttilega, kvartanir vegna fréttarinnar og harmar hún mjög að hafa valdið fólki óþægindum og sárindum. Ljóst er að mistök voru gerð við upplýsingagjöf og ekki var sýnd viðeigandi nærgætni enda um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill því ítreka afsökunarbeiðnina og biður alla hlutaðeigendur velvirðingar.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira