Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 17:00 Sadio Mane og Virgil Van Dijk fagna marki. Getty/Laurence Griffiths/ Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira