Enski boltinn

Eigandi Manchester City á nú átta fótboltafélög

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester City hefur unnið enska meistaratitilinn fjórum sinnum eftir að City Football Group eignaðist félagið.
Manchester City hefur unnið enska meistaratitilinn fjórum sinnum eftir að City Football Group eignaðist félagið. Getty/Michael Regan
City Football Group, sem er eigandi ensku meistaranna í Manchester City, hefur bætt nýju fótboltafélagi í hópinn eftir að hafa keypt meirihluta í indversku fótboltafélagi.

Indverska súperdeildarliðið Mumbai City FC er áttunda félagið sem City Football Group á en CFG keypti 65 prósent hluta í Mumbai City.

City Football Group eignaðist Manchester City árið 2008 en þá undir merkjum Abu Dhabi United Group.

Hin félögin sem City Football Group á í eru New York City í Bandaríkjunum, Melbourne City í Ástralíu, Yokohama F Marinos í Japan, Club Atlético Torque í Úrúgvæ, Girona á Spáni og Sichuan Jiuniu í Kína.





Khaldoon al-Mubarak, stjórnarformaður City Football Group, hefur mikla trú á indversku deildinni.

„Við trúum því að þessi fjárfesting okkar muni skila Mumbai City FC miklu sem og öllum indverska fótboltanum. City Football Group hefur trú á framtíð fótboltans í Indlandi og sér mikla möguleika fyrir Mumbai City FC í framtíðinni,“ sagði Khaldoon al-Mubarak.

„Okkur hlakkar til að taka með virkum hætti þátt í samfélaginu í kringum Mumbai City fótboltafélagið og treystum á gott samstarf við aðra eigendur félagsins. Við viljum þróa félagið eins fljótt og kostur er,“ sagði al-Mubarak.

Eigandaghluti City Football Group í fótboltafélögum:

Manchester City F.C. (100%)

New York City FC (80%)

Melbourne City FC (100%)

Yokohama F. Marinos (20%)

Club Atlético Torque (100%)

Girona FC (44.3%)

Sichuan Jiuniu F.C.

Mumbai City F.C.(65%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×