Viðskipti innlent

LIVE stækkar um 118 milljarða

Davíð Stefánsson skrifar
Mesti vöxturinn er í erlendu eignasafni sjóðsins.
Mesti vöxturinn er í erlendu eignasafni sjóðsins. Vísir/Hanna
Fyrstu níu mánuði ársins hefur Lífeyrissjóður verzlunarmanna stækkað sem nemur 118 milljörðum króna. Þetta kom fram á fundi fulltrúaráðs sjóðsins sem haldinn var í gær. Mesti vöxturinn er í erlendu eignasafni sjóðsins.

Guðmundur Þ. Þórhallsson framkvæmdastjóri sagði að raunávöxtun sjóðsins á árinu stefndi að óbreyttu í um 14%, sem er með bestu afkomu sjóðsins frá upphafi. Sú staða kann að breytast við ársuppgjör, en staðan gefur vonir um góða ávöxtun ársins.

Heildareignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í lok september síðastliðins voru um 832 milljarðar króna. Alls greiða um 50 þúsund sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins, um 36 milljarða króna á árinu. Áætlað er að lífeyrisgreiðslur ársins verði um 17 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×