Tilveran: Sófinn hættulegri en plástur Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2019 07:45 Sabína Steinunn Halldórsdóttir, sérfræðingur í hreyfifærni og var að gefa út bókina Útiveru sem snýst um allskonar sem fjölskyldan getur gert saman útivið Hreyfing er ein af grunnþörfum barna, rétt eins og næring, svefn og gott atlæti. Við erum fædd og sköpuð til að hreyfa okkur. Strax þegar börn komast á ferð eru þau að afla sér reynslu og örva sjálf sig. Í gegnum hreyfinguna eru þau að læra á umhverfi sitt og lífið. Það er allt sem mælir með hreyfingu,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur.Hvað er verið að þjálfa í gegnum hreyfingu? „Með hreyfingu eru börn að hafa áhrif á allan skynþroska sinn. Þegar þau eru hvítvoðungar og fálma og teygja sig í hluti eru þau að útvega sér þekkingu sem hefur áhrif á heilastarfsemi og allan þroska þeirra. Vissulega hefur þetta áhrif á líkamlega færni þeirra en í gegnum leikinn eru þau líka að efla tilfinningaþroska, samskiptahæfni, félagsfærni og hluttekningu,“ segir Sabína og bendir á að áður en tungumálið komi til sé hreyfing tjáskiptaform þeirra.Átta skynfæri „Við tölum um fimm skynfæri en í raun og veru eru þau átta. Hreyfing hefur áhrif á rúmskyn, jafnvægisskyn og vöðva- og liðamótaskyn,“ segir hún en þessi þrjú skynfæri nefnir hún til viðbótar við þessi hefðbundnu fimm; sjónskyn, lyktarskyn, bragðskyn, snertiskyn og heyrnarskyn. Hún segir jafnvægi skipta miklu máli í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og því þurfi að þjálfa jafnvægisskynið. „Jafnvægið er í innra eyranu. Það að fara á mismunandi undirlag ögrar jafnvæginu. Ef barn situr kyrrt löngum stundum er ekkert sem örvar jafnvægisskynið. Hreyfing skiptir öllu máli fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu, eins og að vera gjaldgengur í leik með öðrum og læra með því að taka þátt,“ segir hún.Þríþætt heilsa „Heilsan er þríþætt, andleg, líkamleg og félagsleg. Og svo hefur næring, svefn, erfðir og umhverfi áhrif á heilsuna okkar. Hreyfing kemur inn í alla þessa þætti.“ Sabína segir rannsóknar sýna að virkni á yngri árum auki virkni á eldri árum. „Þetta hefur forspárgildi. Ég tel að það skipti öllu máli að þér sé áskapað í uppeldi þínu að gæðastundir og fjölskyldustundir tengist hreyfingu. Áhugamálin séu útivera, íþróttir eða eitthvað sem felur í sér hreyfingu. Þannig eykur það líkurnar á því að þú veljir þann lífsmáta síðar á ævinni,“ segir hún en þannig getur hreyfingin erfst á milli kynslóða. „Ég er alin upp við það að mamma mín gekk mikið og gengur mikið enn. Það er hluti af rútínunni að fara í göngutúr, rétt eins og að fá sér hádegismat,“ segir hún.Frjáls leikur Hún segir frjálsan leik og útiveru geta tengst svo mörgu öðru. „Seigla tengist á allan máta því að fá frelsi til að vera úti í leik og fá frelsi til að takast á við aðstæður. Eða fara út í vont veður, það er seigla. Börn mynda seiglu með því að takast á við aðstæður sem eru krefjandi,“ segir hún. „Allar rannsóknir sem ég les og er að vitna í, nota og tileinka mér í minni hugmyndafræði er að náttúran ein og sér og hreyfing í náttúrunni hefur áhrif á tugi ef ekki hundruð þátta í okkar daglega lífi,“ segir hún og nefnir sem dæmi liðleika, samhæfingu, seiglu, sjálfsmynd og hæfni til að takast á við ágreining. „Rannsóknir sýna að því meira sem þú ert úti í náttúrunni og á hreyfingu, því sterkara ónæmiskerfi ertu með og það eru færri tilvik streitu og þunglyndis,“ segir hún. Börn hreyfa sig mörg markvisst á íþróttaæfingum en hvað með frjálsa leikinn? „Börn í dag eru í mun meira skipulögðu íþróttastarfi en áður. Þú verður þess ekki eins vör við börn úti í frjálsum leik eins og að fara í eina krónu eða sambærilega leiki. Það þarf svigrúm, tíma og umhverfi. Tímatafla barna er stundum svo ofsalega skipulögð að það er ekki svigrúm. Það er svo mikið í gangi hjá þeim,“ segir hún.Sum þarf að örva meira Sabína segir nýja norska rannsókn sýna að 33-35% barna í leikskóla séu óvirk á útisvæðinu. Þetta séu svipaðar niðurstöður og eldri rannsókn frá 1986 hafi sýnt. „Þú kennir börnum kurteisi, að nota hníf og gaffal, að reima skó og stundum verðum við að kenna þeim að leika sér. Kenna þeim hreyfingu, að mæta aðstæðum úti. Við getum ekki gert ráð fyrir því að öll börn fæðist með og öðlist ákjósanlega hreyfifærni með ákveðnum aldri. Sum þarf að örva meira en önnur. Ástæðan getur verið eðli, erfðir eða umhverfisþættir. Þá á ég við það að áhugamál fjölskyldunnar geta verið að vera í snjalltækjum og tölvum, horfa á bíómyndir eða tefla, sem er góð afþreying og ágæt áhugamál en ekki þess eðlis að barnið verði betra í að kasta eða grípa eða fái betra jafnvægi,“ segir hún. „Það eru ákveðin lífsgæði í því að búa við góða hreyfifærni út ævina. Leikskólar á Íslandi og Noregi vinna gott starf en stundum eru þar þessi þægu börn sem eru ofsalega ljúf og góð en maður verður ekki var við það að þau sitja löngum stundum og eru ekki að hreyfa sig,“ segir Sabína en rannsóknirnar sem minnst er á eru norskar en ekki er ólíklegt að þetta sé svipað hér. Sabína er einstaklega hlynnt hreyfingu úti við og því er vel við hæfi að hún hefur nú sent frá sér bókina Útivera, sem Salka gefur út. Í bókinni eru 52 hugmyndir að útiveru fyrir alla fjölskylduna um vetur, sumar, vor og haust.Sápukúlur á veturna „Það er rosalega gaman að fara út að blása sápukúlur á veturna. Það er fullt af hlutum sem við getum gert allt árið um kring sem við höldum að séu bundnir við eina árstíð. Það kemur snjór og við gerum snjóengla. Við getum farið á strönd og gert engla á ströndinni þegar enginn er snjórinn,“ segir hún. Sérhæfing Sabínu lýtur að 10 ára og yngri börnum. „Svo fer það eftir karakterum hvað þau eru móttækileg og hvernig þú matreiðir þetta ofan í börnin. Ég er hlynnt því með krakka að sá einhverju fræi,“ segir hún en þannig geti hugmyndin komið frá barninu og ekki sé bara farið út á forsendum foreldranna. „Allar hugmyndirnar snerta á hreyfifærni barna en ég geng út frá 14 grunnhreyfingum. Þær snerta á skynþroskanum á einn eða annan máta og heilsunni. Ég er ekkert að tíunda það í bókinni hvað er verið að vinna með því þá væri þetta orðin fræðibók sem enginn myndi lesa.“Hægt að gera hvar sem er Bókin er fallega myndskreytt teikningum eftir Auði Ýri Elísabetardóttur þannig að börnin geta líka sjálf flett bókinni og valið hvað þau vilja gera þann daginn. Allar hugmyndirnar er hægt að framkvæma hvort sem fjölskyldan er í Þórshöfn, Ósló, Boston eða á Vopnafirði, að sögn Sabínu. Sabína segir skemmtilegra að vera úti með barni sem gengur illa að virkja ef það eigi hugmyndina sjálft. Hún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir foreldrafélög og í leikskólum og hafði því orðið áþreifanlega vör við að foreldra vantaði hugmyndir að einhverju til að gera með börnum sínum úti við, til dæmis í vetrarfríinu. „Fólki dettur oft bara í hug að fara í trampólíngarð, Smáralind eða Kringluna, sem eru allt tilbúnar aðstæður,“ segir hún.Veðrið ekki hindrun „Það er ekkert sem heitir vont veður heldur er þetta spurning um að vera klæddur eftir veðri. Það að fara út í vont veður hefur líka jákvæð áhrif,“ segir hún og bendir á að það æfi kvið og bak hjá börnum að standa af sér vindinn. „Þarna fá börn tækifæri til að þjálfa sína miðju,“ segir hún. „Hreyfing er ekki að eiga kort í líkamsræktarstöð og leggja sem næst stöðinni svo þú getir hlaupið inn í fínu spandexfötunum þínum. Hreyfing er allt það sem við gerum frá morgni til kvölds.“ Hún notar orðið útivera oftar en ekki í stað útivistar því það sé orðið gildishlaðið orð í dag, þegar enginn er maður með mönnum nema hann eða hún gerist landvættur eða fari langar leiðir á gönguskíðum. „Mig langar miklu frekar að vera fyrirmynd að því leyti að fara út daglega í allt veður og barnið mitt fái að njóta gæðastunda með mér úti í náttúrunni frekar en að ég setji það í pössun af því að ég þurfi að fara á gönguskíðaæfinguna mína,“ segir Sabína. „Útivera er að opna dyrnar heima hjá þér og fara út. Það mæta þér ævintýri ef þú ert opinn fyrir þeim.“ Sjálf hefur hún kennt útikennslu og rifjar upp eitt skipti þegar hún fór út með börn með það að markmiði að kenna þeim að hoppa. Þá hafi fugl flogið hjá og skemmtilegar samræður spunnist út frá því hvort þetta hafi verið haförn eða ekki. „Þarna gefast mörg tækifæri til að vinna með vitsmunaþroskann. Þú færð líka tækifæri til að vinna með frásagnarhæfileika, sköpun og ímyndunaraflið.“Framtíðin er í náttúrunni Hún heldur mikið upp á bækur eftir Richard Louv, til að mynda Vitamin N. „Hann vill meina að við séum búin að mynda með okkur ákveðið náttúruónæmi. Vð séum búin að tapa færninni, börn þekki ekki nóg úr jurta- og steinaríkinu eða örnefni í kringum sig,“ segir hún. „Við getum öll verið sammála um það að við þurfum að ná meiri tengingu við náttúruna. Núvitund er vinsæl núna en að mínu viti erum við búin að tapa hlutum sem við áttum áður eins og að staldra við og að vera ekki alltaf í tilbúnum aðstæðum. Það að fara út í náttúruna og finna lykt og leggja við hlustir, það er núvitund fyrir mér. Til að kenna barni umhverfislæsi og til dæmis hvernig við umgöngumst rusl, þarf að fara út með barnið. Hvað er bláklukka og hvað er sóley? Það þarf að fá að tengjast hlutunum til að bera meiri virðingu fyrir þeim,“ segir Sabína. „Framtíðin er í náttúrunni. Við þurfum að fá fleira ungt fólk til að mennta sig í hlutum sem tengjast náttúrunni okkar og umhverfisvernd. Lítil börn þurfa að fá náttúrukennslu, kennslu í náttúrufræði líffræði og umhverfisfræði. Læknar eru farnir að ávísa hreyfiseðlum, ávísa hreyfingu fyrir þunglyndi, kvíða og streitu. Útivera og náttúran er alltaf lokasvarið. Það er full þörf á því að hvetja til meiri útiveru og útivistar,“ segir hún. „Við viljum öll gæðatíma og við viljum öll verja meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Sabína en orðavalið „verja“ er meðvitað. „Við „eyðum“ tíma í Smáralind en við „verjum“ tíma þegar við verjum honum í eitthvað sem okkur þykir vænt um og við viljum hlúa að og rækta,“ segir hún. „Tími er auðlind. Það vilja allir meiri tíma. Í stóra samhenginu verðum við að velta fyrir okkur spurningunni: Hvar gerast gæðastundirnar?“ Hún segir að eflaust fyrir einhverja gerist þær í trampólíngarði en litlu hlutirnir geti verið ekki síður eftirminnilegir. Það sitji eftir að fara í „nestisferð, að labba saman að sækja mjólk eftir vinnu, fara í sund á föstudögum og svo pitsukvöld. Börn muna frekar eftir vasaljósagöngunni með mömmu og pabba en þegar þau fóru í bíó að sjá Pókemon. Því stærri sem gleðistundin verður og dýrari, þá þarftu alltaf að toppa þig, gera meira og stærra svo þetta verði frábært og æðislegt.”Kyrrsetan hættulegust Sabína segir að hreyfifærni barna sé ástríða hjá henni. „Það er svo gróið í mig að fá fleiri í mitt lið, að finna hvað það er gott að fara út. Fyrstu sex árin í lífi barns skipta öllu máli. Þú ert að skapa þeim grunn. Við erum að byggja hús. Þú vilt að grunnurinn sé sterkur því stoðkerfið á að halda okkur alla ævi.“ Það verður að gefa börnum tækifæri fyrir frjálsan leik og hreyfingu. „Í lok dags er sófinn alltaf hættulegri en plástur. Kyrrsetan er alltaf hættulegust. Við viljum fá börn í meiri hreyfingu gegnumgangandi yfir allan daginn. Ekki að þau æfi einni íþrótt fleira heldur að það sé minni kyrrseta og þau séu í virkni allan daginn. Við þurfum að auka hreyfingu í athöfnum daglegs lífs. Við erum sköpuð til að hreyfa okkur.“Teitur Guðmundsson, læknir.Fréttablaðið/eyþórHlauptu drengur, hlauptu! Mér er minnisstæð þessi bók sem ég las sem unglingur eftir höfundana Nicky Cruz og James Buckingham þar sem fjallað er um sanna sögu af táningsstráknum Nicky á götum New York borgar sem snýr af glæpabraut til betra lífs. Titillinn er stílfærður og vísar í flótta viðkomandi frá átökum, eiturlyfjafíkn og volæði. Ég hef ekki lesið þessa bók aftur en mér þótti hún átakanleg og ég man að mér leið vel í kjölfar lestrarins þar sem aðalsöguhetjan hafði náð tökum á lífinu. Vafalaust hafa margir lesið bókina og sitt sýnist hverjum, en það má að vissu leyti heimfæra titilinn á henni yfir á baráttuna fyrir betri lífsstíl og bættri heilsu. Það er nauðsynlegt að nýta hvert tækifæri sem gefst til að minna á mikilvægi hreyfingar og þá staðreynd að það er fátt mikilvægara en að koma fólki á öllum aldri úr sófanum og fá það til að reyna á hjarta, lungu og stoðkerfi. Það skiptir ekki máli hvaða hreyfingu þú velur þér svo lengi sem hún er reglubundin. En gættu þess að fylgja leiðbeiningum og fara ekki of geyst af stað. Vísindamenn hafa sýnt fram á lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, lækkun blóðþrýstings, jákvæð áhrif á andlega heilsu, þ.m.t. þunglyndi og kvíða auk minnisskerðingar. Þá hefur reglubundin hreyfing dregið úr verkjum og bólgu hjá gigtarsjúklingum, minnkað líkur á sykursýki, dregið úr beinbrotum hjá konum eftir tíðahvörf og svona mætti lengi telja. Það sem er þó sennilega besti mælikvarðinn eru lífsgæðin, en það hefur verið sýnt fram á að þau eru verulega aukin hjá þeim sem stunda reglubundna hreyfingu. En ef þetta er svona einfalt af hverju gengur okkur þá svona illa að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum? Margir kenna tímaskorti um, aðrir að þeim passi ekki að fara í ræktina, þá eru alltaf einhverjir sem segjast ekki eiga pening, listinn er endalaus hvað snertir afsakanir fyrir hreyfingarleysi einstaklingsins og satt best að segja eru þær allar lélegar og við vitum betur. Þeir sem koma til læknis eru oftsinnis að leita að skyndilausnum á vanda sínum sem eru auðvitað ekki til þegar rótin er fólgin í lífsstíl viðkomandi. Þess vegna voru til dæmis innleiddir hreyfiseðlar á heilsugæslunni, þar sem læknar geta ávísað hreyfingu sem meðferð í stað lyfja, en slíkt hefur gefist ágætlega. Ég tel að rót vandans liggi að vissu leyti í þeirri einstöku hæfni okkar mannfólksins til að beita hinni svokölluðu afneitun og plata sjálfan sig upp úr skónum og upp í sófa. En það koma að sjálfsögðu fleiri þættir til eins og erfðir, reykingar, mataræði, streita og sitthvað fleira sem hefur áhrif á þróun sjúkdóma. Hvað er þá til ráða og er yfirhöfuð hægt að kenna gömlum hundi að sitja? Áskorunin sem felst í því að bæta lýðheilsu er að ná með góðri fræðslu á mannamáli til einstaklinganna, vinna markvissar með börnin okkar og byggja upp einhvers konar hvatakerfi í tengslum við hreyfingu. Hreyfingarleysi er líklega einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri heilbrigðiskerfisins en það er undirrót þeirra lífsstílssjúkdóma sem við þekkjum í dag. Því segi ég: Ef þú getur hreyft þig á annað borð þá hefur þú enga afsökun og það gildir fyrir alla aldurshópa. Með vísan í titilinn að ofan eru skilaboðin einföld; hreyfðu þig, hreyfðu þig, hreyfðu þig!Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÁkall til foreldra Umfangsmikil könnun á vegum WHO segir að meirihluti ungmenna um allan heim hreyfi sig ekki nóg og það stofni núverandi heilsu þeirra og heilsu þeirra í framtíðinni í hættu. Niðurstöðurnar koma Erlingi Jóhannssyni, prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands, ekki á óvart. „Þetta hefur komið fram í fjölda rannsókna, að hreyfing frá 9-10 ára aldri til 16-17 ára er að minnka um 6-7 prósent á ári í öllum vestrænum þjóðfélögum,“ segir Erlingur. „Við erum alls ekkert öðruvísi en aðrir,“ segir hann en mikið af gögnum og rannsóknum liggur fyrir um hreyfingu barna hérlendis.Hreyfing minnkar og kyrrseta þrefaldast Hann segir áhugavert að velta ástæðunni fyrir þessari þróun fyrir sér. „Hvað gera krakkarnir í staðinn? Þau sitja miklu meira kyrr. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt það að hreyfingin minnkar um ákveðinn hluta á þessum árum en kyrrsetan eykst þrisvar sinnum meira,“ segir hann. „Lífsstíll þessara ungu krakka er þannig að þau hreyfa sig minna þegar kemur fram á unglingsárin. Hvað kemur í staðinn? Síminn, kyrrsetan, skjátíminn, allt þetta eykst. Þar verðum við að taka til hendinni,“ segir Erlingur en samfara breyttu hreyfi- og hegðunarmynstri minnkar líkamlegt þrek og kyrrseta eykst. Eingöngu fimmta hvert ungmenni í Evrópu á aldrinum 10–19 ára hreyfir sig í 60 mínútur á dag. Langtímarannsóknir hafa einnig sýnt að þyngd, líkamsþrek, kyrrseta og hreyfing fólks á ungaaldri hefur sterkt forspárgildi um stöðu þessara þátta seinna á lífsleiðinni. Erlingur segir nauðsynlegt að skoða heildarmyndina en margt sé í góðu lagi. „Það er töluvert sem íþróttahreyfingin er að gera. Skólarnir margir hverjir eru að auka hreyfingu; við erum eina vestræna þjóðin sem er með sund til viðbótar við íþróttakennslu. Grunnskólarnir eru að standa sig vel. Það er margt gott gert í skólakerfinu og það eru margir möguleikar til að stunda íþróttir á Íslandi. Ég held að það sé ekki vandamálið,“ segir hann og nefnir að frístundastyrkir sem flest sveitarfélög séu með hvetji til íþróttaiðkunar og sömuleiðis sé hagræði að frístundarútum sem skutla börnum á æfingar. „Samt er þessi vandi til staðar og þá segi ég: Hvar liggur hann? Hann liggur hjá heimilunum, hjá foreldrum. Við erum með flott kerfi og samt sem áður minnkar hreyfingin. Það er ekkert annað eftir til að skýra þetta út en hlutverk og þátttaka foreldra. Foreldrar þurfa að hugsa sinn gang og styðja við íþróttaþátttöku barna sinna. Ég vil meina það að hér sé lykillinn að því að breyta þessu,“ segir Erlingur sem kallar eftir breyttu hugarfari foreldra.Hreyfa sig meira á skólatíma en heima Erlendar og íslenskar rannsóknir á börnum og ungmennum á grunnskólaaldri sýna skýrar niðurstöður. Þau hreyfa sig mun meira á virkum dögun en um helgar og þau hreyfa sig meira í skólanum en eftir skóla á virkum dögum. „Stærsta vandamálið er að foreldrar eru ekki að láta börnin sín hreyfa sig nógu mikið. Hér verðum við foreldrarnir að stoppa og hugsa okkar gang,“ segir Erlingur. Hann segir ekki auðvelt að snúa foreldrunum en það sýni margar íhlutunarrannsóknir. „Við höfum gert íhlutunarrannsóknir þar sem við hlutumst til um hreyfingu og mataræði í skólum,“ segir hann en þá eru lagðar fram aðgerðir til að breyta og bæta í gegnum skólann og með heimaverkefnum. „Það gekk best í að vinna með hreyfinguna í gegnum skólann. Foreldrar þurfa að vera miklu meðvitaðri um þeirra ábyrgð í þessu samhengi,“ segir hann. „Mér finnst það vera gegnumgangandi hjá þessari kynslóð sem er að ala upp börn í dag að margir eru uppteknari af því að vera í formi sjálfir en að koma börnum sínum í hreyfingu eða hreyfa sig með þeim,“ segir Erlingur.Hreyfing foreldra hefur áhrif á lífsmunstrið „Það er ótrúlega mikið af langtímarannsóknum sem sýnir það að hreyfing foreldra með börnunum á uppeldisárum barnanna hefur veruleg áhrif á lífsmunstur barnanna síðar í lífinu. Svona mikil minnkun á hreyfingu á unglingsárunum getur haft veruleg áhrif þegar fram í sækir,“ segir hann. Nýlegar langtímarannsóknir sýna að þeir einstaklingar sem notuðu mikinn tíma í barnæsku og/eða á unglingsárum til að horfa á sjónvarp eða spila tölvuleiki eru mun líklegri til að nota mikinn tíma í sambærilega hluti síðar í lífinu. Lifnaðarhættir og hegðun fólks í æsku hefur því þýðingu fyrir heilsu og velferð viðkomandi einstaklinga seinna í lífinu. Það er mjög mikilvægt að einblína á jákvæða heilsuhegðun og heilsuuppeldi strax á fyrstu árum lífsins og viðhalda þeim þáttum allt lífið til að fyrirbyggja neikvæða þróun heilsufars, að sögn Erlings. Staðreyndin er sú að helmingur 17 ára barna stundar ekki íþróttir. „Helmingur hreyfir sig ekki reglulega þegar hann er 17 ára gamall,“ segir Erlingur og finnst þetta hátt hlutfall.Hefur stytting framhaldsskólans áhrif? „Í einu rannsóknarverkefni okkar hefur hreyfimynstur ungmenna sem fædd eru 1999 verið skoðað við 7, 9, 15 og 17 ára aldur,“ segir Erlingur. Þetta er fyrsti árgangurinn sem fór í gegnum styttingu framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú. Hreyfing þeirra minnkaði um 20 prósent á virkum dögum úr 10. bekk og yfir í annað ár í framhaldsskóla. Athyglisvert er að hreyfingin dróst aðeins saman á virkum dögum en ekkert um helgar. „Þau hafa ekki tíma til að hreyfa sig á virkum dögum. Þá getur maður spurt sig: Hver er ástæða þess? Það er mikið að gera hjá þeim en íslensk ungmenni vinna mikið með skóla. Kyrrsetuþættirnir eru ríkjandi og skjátíminn. Þau hafa ekki tíma til eða orku til að hreyfa sig,“ segir Erlingur og útskýrir að þarna gætu framhaldsskólar brugðist við. „Þeir gætu aukið vægi hreyfingar í skólanum en sumir eru að gera það. Í nýju plani fyrir þriggja ára skóla var lagt upp með að minnka íþróttakennsluna. Það hafa ekki allir skólar farið eftir því sem betur fer,“ segir hann. „Framhaldsskólanemar hafa ekki sambærilega möguleika og í grunnskóla og þá minnkar hreyfingin enn meir.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Hreyfing er ein af grunnþörfum barna, rétt eins og næring, svefn og gott atlæti. Við erum fædd og sköpuð til að hreyfa okkur. Strax þegar börn komast á ferð eru þau að afla sér reynslu og örva sjálf sig. Í gegnum hreyfinguna eru þau að læra á umhverfi sitt og lífið. Það er allt sem mælir með hreyfingu,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur.Hvað er verið að þjálfa í gegnum hreyfingu? „Með hreyfingu eru börn að hafa áhrif á allan skynþroska sinn. Þegar þau eru hvítvoðungar og fálma og teygja sig í hluti eru þau að útvega sér þekkingu sem hefur áhrif á heilastarfsemi og allan þroska þeirra. Vissulega hefur þetta áhrif á líkamlega færni þeirra en í gegnum leikinn eru þau líka að efla tilfinningaþroska, samskiptahæfni, félagsfærni og hluttekningu,“ segir Sabína og bendir á að áður en tungumálið komi til sé hreyfing tjáskiptaform þeirra.Átta skynfæri „Við tölum um fimm skynfæri en í raun og veru eru þau átta. Hreyfing hefur áhrif á rúmskyn, jafnvægisskyn og vöðva- og liðamótaskyn,“ segir hún en þessi þrjú skynfæri nefnir hún til viðbótar við þessi hefðbundnu fimm; sjónskyn, lyktarskyn, bragðskyn, snertiskyn og heyrnarskyn. Hún segir jafnvægi skipta miklu máli í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og því þurfi að þjálfa jafnvægisskynið. „Jafnvægið er í innra eyranu. Það að fara á mismunandi undirlag ögrar jafnvæginu. Ef barn situr kyrrt löngum stundum er ekkert sem örvar jafnvægisskynið. Hreyfing skiptir öllu máli fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu, eins og að vera gjaldgengur í leik með öðrum og læra með því að taka þátt,“ segir hún.Þríþætt heilsa „Heilsan er þríþætt, andleg, líkamleg og félagsleg. Og svo hefur næring, svefn, erfðir og umhverfi áhrif á heilsuna okkar. Hreyfing kemur inn í alla þessa þætti.“ Sabína segir rannsóknar sýna að virkni á yngri árum auki virkni á eldri árum. „Þetta hefur forspárgildi. Ég tel að það skipti öllu máli að þér sé áskapað í uppeldi þínu að gæðastundir og fjölskyldustundir tengist hreyfingu. Áhugamálin séu útivera, íþróttir eða eitthvað sem felur í sér hreyfingu. Þannig eykur það líkurnar á því að þú veljir þann lífsmáta síðar á ævinni,“ segir hún en þannig getur hreyfingin erfst á milli kynslóða. „Ég er alin upp við það að mamma mín gekk mikið og gengur mikið enn. Það er hluti af rútínunni að fara í göngutúr, rétt eins og að fá sér hádegismat,“ segir hún.Frjáls leikur Hún segir frjálsan leik og útiveru geta tengst svo mörgu öðru. „Seigla tengist á allan máta því að fá frelsi til að vera úti í leik og fá frelsi til að takast á við aðstæður. Eða fara út í vont veður, það er seigla. Börn mynda seiglu með því að takast á við aðstæður sem eru krefjandi,“ segir hún. „Allar rannsóknir sem ég les og er að vitna í, nota og tileinka mér í minni hugmyndafræði er að náttúran ein og sér og hreyfing í náttúrunni hefur áhrif á tugi ef ekki hundruð þátta í okkar daglega lífi,“ segir hún og nefnir sem dæmi liðleika, samhæfingu, seiglu, sjálfsmynd og hæfni til að takast á við ágreining. „Rannsóknir sýna að því meira sem þú ert úti í náttúrunni og á hreyfingu, því sterkara ónæmiskerfi ertu með og það eru færri tilvik streitu og þunglyndis,“ segir hún. Börn hreyfa sig mörg markvisst á íþróttaæfingum en hvað með frjálsa leikinn? „Börn í dag eru í mun meira skipulögðu íþróttastarfi en áður. Þú verður þess ekki eins vör við börn úti í frjálsum leik eins og að fara í eina krónu eða sambærilega leiki. Það þarf svigrúm, tíma og umhverfi. Tímatafla barna er stundum svo ofsalega skipulögð að það er ekki svigrúm. Það er svo mikið í gangi hjá þeim,“ segir hún.Sum þarf að örva meira Sabína segir nýja norska rannsókn sýna að 33-35% barna í leikskóla séu óvirk á útisvæðinu. Þetta séu svipaðar niðurstöður og eldri rannsókn frá 1986 hafi sýnt. „Þú kennir börnum kurteisi, að nota hníf og gaffal, að reima skó og stundum verðum við að kenna þeim að leika sér. Kenna þeim hreyfingu, að mæta aðstæðum úti. Við getum ekki gert ráð fyrir því að öll börn fæðist með og öðlist ákjósanlega hreyfifærni með ákveðnum aldri. Sum þarf að örva meira en önnur. Ástæðan getur verið eðli, erfðir eða umhverfisþættir. Þá á ég við það að áhugamál fjölskyldunnar geta verið að vera í snjalltækjum og tölvum, horfa á bíómyndir eða tefla, sem er góð afþreying og ágæt áhugamál en ekki þess eðlis að barnið verði betra í að kasta eða grípa eða fái betra jafnvægi,“ segir hún. „Það eru ákveðin lífsgæði í því að búa við góða hreyfifærni út ævina. Leikskólar á Íslandi og Noregi vinna gott starf en stundum eru þar þessi þægu börn sem eru ofsalega ljúf og góð en maður verður ekki var við það að þau sitja löngum stundum og eru ekki að hreyfa sig,“ segir Sabína en rannsóknirnar sem minnst er á eru norskar en ekki er ólíklegt að þetta sé svipað hér. Sabína er einstaklega hlynnt hreyfingu úti við og því er vel við hæfi að hún hefur nú sent frá sér bókina Útivera, sem Salka gefur út. Í bókinni eru 52 hugmyndir að útiveru fyrir alla fjölskylduna um vetur, sumar, vor og haust.Sápukúlur á veturna „Það er rosalega gaman að fara út að blása sápukúlur á veturna. Það er fullt af hlutum sem við getum gert allt árið um kring sem við höldum að séu bundnir við eina árstíð. Það kemur snjór og við gerum snjóengla. Við getum farið á strönd og gert engla á ströndinni þegar enginn er snjórinn,“ segir hún. Sérhæfing Sabínu lýtur að 10 ára og yngri börnum. „Svo fer það eftir karakterum hvað þau eru móttækileg og hvernig þú matreiðir þetta ofan í börnin. Ég er hlynnt því með krakka að sá einhverju fræi,“ segir hún en þannig geti hugmyndin komið frá barninu og ekki sé bara farið út á forsendum foreldranna. „Allar hugmyndirnar snerta á hreyfifærni barna en ég geng út frá 14 grunnhreyfingum. Þær snerta á skynþroskanum á einn eða annan máta og heilsunni. Ég er ekkert að tíunda það í bókinni hvað er verið að vinna með því þá væri þetta orðin fræðibók sem enginn myndi lesa.“Hægt að gera hvar sem er Bókin er fallega myndskreytt teikningum eftir Auði Ýri Elísabetardóttur þannig að börnin geta líka sjálf flett bókinni og valið hvað þau vilja gera þann daginn. Allar hugmyndirnar er hægt að framkvæma hvort sem fjölskyldan er í Þórshöfn, Ósló, Boston eða á Vopnafirði, að sögn Sabínu. Sabína segir skemmtilegra að vera úti með barni sem gengur illa að virkja ef það eigi hugmyndina sjálft. Hún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir foreldrafélög og í leikskólum og hafði því orðið áþreifanlega vör við að foreldra vantaði hugmyndir að einhverju til að gera með börnum sínum úti við, til dæmis í vetrarfríinu. „Fólki dettur oft bara í hug að fara í trampólíngarð, Smáralind eða Kringluna, sem eru allt tilbúnar aðstæður,“ segir hún.Veðrið ekki hindrun „Það er ekkert sem heitir vont veður heldur er þetta spurning um að vera klæddur eftir veðri. Það að fara út í vont veður hefur líka jákvæð áhrif,“ segir hún og bendir á að það æfi kvið og bak hjá börnum að standa af sér vindinn. „Þarna fá börn tækifæri til að þjálfa sína miðju,“ segir hún. „Hreyfing er ekki að eiga kort í líkamsræktarstöð og leggja sem næst stöðinni svo þú getir hlaupið inn í fínu spandexfötunum þínum. Hreyfing er allt það sem við gerum frá morgni til kvölds.“ Hún notar orðið útivera oftar en ekki í stað útivistar því það sé orðið gildishlaðið orð í dag, þegar enginn er maður með mönnum nema hann eða hún gerist landvættur eða fari langar leiðir á gönguskíðum. „Mig langar miklu frekar að vera fyrirmynd að því leyti að fara út daglega í allt veður og barnið mitt fái að njóta gæðastunda með mér úti í náttúrunni frekar en að ég setji það í pössun af því að ég þurfi að fara á gönguskíðaæfinguna mína,“ segir Sabína. „Útivera er að opna dyrnar heima hjá þér og fara út. Það mæta þér ævintýri ef þú ert opinn fyrir þeim.“ Sjálf hefur hún kennt útikennslu og rifjar upp eitt skipti þegar hún fór út með börn með það að markmiði að kenna þeim að hoppa. Þá hafi fugl flogið hjá og skemmtilegar samræður spunnist út frá því hvort þetta hafi verið haförn eða ekki. „Þarna gefast mörg tækifæri til að vinna með vitsmunaþroskann. Þú færð líka tækifæri til að vinna með frásagnarhæfileika, sköpun og ímyndunaraflið.“Framtíðin er í náttúrunni Hún heldur mikið upp á bækur eftir Richard Louv, til að mynda Vitamin N. „Hann vill meina að við séum búin að mynda með okkur ákveðið náttúruónæmi. Vð séum búin að tapa færninni, börn þekki ekki nóg úr jurta- og steinaríkinu eða örnefni í kringum sig,“ segir hún. „Við getum öll verið sammála um það að við þurfum að ná meiri tengingu við náttúruna. Núvitund er vinsæl núna en að mínu viti erum við búin að tapa hlutum sem við áttum áður eins og að staldra við og að vera ekki alltaf í tilbúnum aðstæðum. Það að fara út í náttúruna og finna lykt og leggja við hlustir, það er núvitund fyrir mér. Til að kenna barni umhverfislæsi og til dæmis hvernig við umgöngumst rusl, þarf að fara út með barnið. Hvað er bláklukka og hvað er sóley? Það þarf að fá að tengjast hlutunum til að bera meiri virðingu fyrir þeim,“ segir Sabína. „Framtíðin er í náttúrunni. Við þurfum að fá fleira ungt fólk til að mennta sig í hlutum sem tengjast náttúrunni okkar og umhverfisvernd. Lítil börn þurfa að fá náttúrukennslu, kennslu í náttúrufræði líffræði og umhverfisfræði. Læknar eru farnir að ávísa hreyfiseðlum, ávísa hreyfingu fyrir þunglyndi, kvíða og streitu. Útivera og náttúran er alltaf lokasvarið. Það er full þörf á því að hvetja til meiri útiveru og útivistar,“ segir hún. „Við viljum öll gæðatíma og við viljum öll verja meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Sabína en orðavalið „verja“ er meðvitað. „Við „eyðum“ tíma í Smáralind en við „verjum“ tíma þegar við verjum honum í eitthvað sem okkur þykir vænt um og við viljum hlúa að og rækta,“ segir hún. „Tími er auðlind. Það vilja allir meiri tíma. Í stóra samhenginu verðum við að velta fyrir okkur spurningunni: Hvar gerast gæðastundirnar?“ Hún segir að eflaust fyrir einhverja gerist þær í trampólíngarði en litlu hlutirnir geti verið ekki síður eftirminnilegir. Það sitji eftir að fara í „nestisferð, að labba saman að sækja mjólk eftir vinnu, fara í sund á föstudögum og svo pitsukvöld. Börn muna frekar eftir vasaljósagöngunni með mömmu og pabba en þegar þau fóru í bíó að sjá Pókemon. Því stærri sem gleðistundin verður og dýrari, þá þarftu alltaf að toppa þig, gera meira og stærra svo þetta verði frábært og æðislegt.”Kyrrsetan hættulegust Sabína segir að hreyfifærni barna sé ástríða hjá henni. „Það er svo gróið í mig að fá fleiri í mitt lið, að finna hvað það er gott að fara út. Fyrstu sex árin í lífi barns skipta öllu máli. Þú ert að skapa þeim grunn. Við erum að byggja hús. Þú vilt að grunnurinn sé sterkur því stoðkerfið á að halda okkur alla ævi.“ Það verður að gefa börnum tækifæri fyrir frjálsan leik og hreyfingu. „Í lok dags er sófinn alltaf hættulegri en plástur. Kyrrsetan er alltaf hættulegust. Við viljum fá börn í meiri hreyfingu gegnumgangandi yfir allan daginn. Ekki að þau æfi einni íþrótt fleira heldur að það sé minni kyrrseta og þau séu í virkni allan daginn. Við þurfum að auka hreyfingu í athöfnum daglegs lífs. Við erum sköpuð til að hreyfa okkur.“Teitur Guðmundsson, læknir.Fréttablaðið/eyþórHlauptu drengur, hlauptu! Mér er minnisstæð þessi bók sem ég las sem unglingur eftir höfundana Nicky Cruz og James Buckingham þar sem fjallað er um sanna sögu af táningsstráknum Nicky á götum New York borgar sem snýr af glæpabraut til betra lífs. Titillinn er stílfærður og vísar í flótta viðkomandi frá átökum, eiturlyfjafíkn og volæði. Ég hef ekki lesið þessa bók aftur en mér þótti hún átakanleg og ég man að mér leið vel í kjölfar lestrarins þar sem aðalsöguhetjan hafði náð tökum á lífinu. Vafalaust hafa margir lesið bókina og sitt sýnist hverjum, en það má að vissu leyti heimfæra titilinn á henni yfir á baráttuna fyrir betri lífsstíl og bættri heilsu. Það er nauðsynlegt að nýta hvert tækifæri sem gefst til að minna á mikilvægi hreyfingar og þá staðreynd að það er fátt mikilvægara en að koma fólki á öllum aldri úr sófanum og fá það til að reyna á hjarta, lungu og stoðkerfi. Það skiptir ekki máli hvaða hreyfingu þú velur þér svo lengi sem hún er reglubundin. En gættu þess að fylgja leiðbeiningum og fara ekki of geyst af stað. Vísindamenn hafa sýnt fram á lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, lækkun blóðþrýstings, jákvæð áhrif á andlega heilsu, þ.m.t. þunglyndi og kvíða auk minnisskerðingar. Þá hefur reglubundin hreyfing dregið úr verkjum og bólgu hjá gigtarsjúklingum, minnkað líkur á sykursýki, dregið úr beinbrotum hjá konum eftir tíðahvörf og svona mætti lengi telja. Það sem er þó sennilega besti mælikvarðinn eru lífsgæðin, en það hefur verið sýnt fram á að þau eru verulega aukin hjá þeim sem stunda reglubundna hreyfingu. En ef þetta er svona einfalt af hverju gengur okkur þá svona illa að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum? Margir kenna tímaskorti um, aðrir að þeim passi ekki að fara í ræktina, þá eru alltaf einhverjir sem segjast ekki eiga pening, listinn er endalaus hvað snertir afsakanir fyrir hreyfingarleysi einstaklingsins og satt best að segja eru þær allar lélegar og við vitum betur. Þeir sem koma til læknis eru oftsinnis að leita að skyndilausnum á vanda sínum sem eru auðvitað ekki til þegar rótin er fólgin í lífsstíl viðkomandi. Þess vegna voru til dæmis innleiddir hreyfiseðlar á heilsugæslunni, þar sem læknar geta ávísað hreyfingu sem meðferð í stað lyfja, en slíkt hefur gefist ágætlega. Ég tel að rót vandans liggi að vissu leyti í þeirri einstöku hæfni okkar mannfólksins til að beita hinni svokölluðu afneitun og plata sjálfan sig upp úr skónum og upp í sófa. En það koma að sjálfsögðu fleiri þættir til eins og erfðir, reykingar, mataræði, streita og sitthvað fleira sem hefur áhrif á þróun sjúkdóma. Hvað er þá til ráða og er yfirhöfuð hægt að kenna gömlum hundi að sitja? Áskorunin sem felst í því að bæta lýðheilsu er að ná með góðri fræðslu á mannamáli til einstaklinganna, vinna markvissar með börnin okkar og byggja upp einhvers konar hvatakerfi í tengslum við hreyfingu. Hreyfingarleysi er líklega einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri heilbrigðiskerfisins en það er undirrót þeirra lífsstílssjúkdóma sem við þekkjum í dag. Því segi ég: Ef þú getur hreyft þig á annað borð þá hefur þú enga afsökun og það gildir fyrir alla aldurshópa. Með vísan í titilinn að ofan eru skilaboðin einföld; hreyfðu þig, hreyfðu þig, hreyfðu þig!Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÁkall til foreldra Umfangsmikil könnun á vegum WHO segir að meirihluti ungmenna um allan heim hreyfi sig ekki nóg og það stofni núverandi heilsu þeirra og heilsu þeirra í framtíðinni í hættu. Niðurstöðurnar koma Erlingi Jóhannssyni, prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands, ekki á óvart. „Þetta hefur komið fram í fjölda rannsókna, að hreyfing frá 9-10 ára aldri til 16-17 ára er að minnka um 6-7 prósent á ári í öllum vestrænum þjóðfélögum,“ segir Erlingur. „Við erum alls ekkert öðruvísi en aðrir,“ segir hann en mikið af gögnum og rannsóknum liggur fyrir um hreyfingu barna hérlendis.Hreyfing minnkar og kyrrseta þrefaldast Hann segir áhugavert að velta ástæðunni fyrir þessari þróun fyrir sér. „Hvað gera krakkarnir í staðinn? Þau sitja miklu meira kyrr. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt það að hreyfingin minnkar um ákveðinn hluta á þessum árum en kyrrsetan eykst þrisvar sinnum meira,“ segir hann. „Lífsstíll þessara ungu krakka er þannig að þau hreyfa sig minna þegar kemur fram á unglingsárin. Hvað kemur í staðinn? Síminn, kyrrsetan, skjátíminn, allt þetta eykst. Þar verðum við að taka til hendinni,“ segir Erlingur en samfara breyttu hreyfi- og hegðunarmynstri minnkar líkamlegt þrek og kyrrseta eykst. Eingöngu fimmta hvert ungmenni í Evrópu á aldrinum 10–19 ára hreyfir sig í 60 mínútur á dag. Langtímarannsóknir hafa einnig sýnt að þyngd, líkamsþrek, kyrrseta og hreyfing fólks á ungaaldri hefur sterkt forspárgildi um stöðu þessara þátta seinna á lífsleiðinni. Erlingur segir nauðsynlegt að skoða heildarmyndina en margt sé í góðu lagi. „Það er töluvert sem íþróttahreyfingin er að gera. Skólarnir margir hverjir eru að auka hreyfingu; við erum eina vestræna þjóðin sem er með sund til viðbótar við íþróttakennslu. Grunnskólarnir eru að standa sig vel. Það er margt gott gert í skólakerfinu og það eru margir möguleikar til að stunda íþróttir á Íslandi. Ég held að það sé ekki vandamálið,“ segir hann og nefnir að frístundastyrkir sem flest sveitarfélög séu með hvetji til íþróttaiðkunar og sömuleiðis sé hagræði að frístundarútum sem skutla börnum á æfingar. „Samt er þessi vandi til staðar og þá segi ég: Hvar liggur hann? Hann liggur hjá heimilunum, hjá foreldrum. Við erum með flott kerfi og samt sem áður minnkar hreyfingin. Það er ekkert annað eftir til að skýra þetta út en hlutverk og þátttaka foreldra. Foreldrar þurfa að hugsa sinn gang og styðja við íþróttaþátttöku barna sinna. Ég vil meina það að hér sé lykillinn að því að breyta þessu,“ segir Erlingur sem kallar eftir breyttu hugarfari foreldra.Hreyfa sig meira á skólatíma en heima Erlendar og íslenskar rannsóknir á börnum og ungmennum á grunnskólaaldri sýna skýrar niðurstöður. Þau hreyfa sig mun meira á virkum dögun en um helgar og þau hreyfa sig meira í skólanum en eftir skóla á virkum dögum. „Stærsta vandamálið er að foreldrar eru ekki að láta börnin sín hreyfa sig nógu mikið. Hér verðum við foreldrarnir að stoppa og hugsa okkar gang,“ segir Erlingur. Hann segir ekki auðvelt að snúa foreldrunum en það sýni margar íhlutunarrannsóknir. „Við höfum gert íhlutunarrannsóknir þar sem við hlutumst til um hreyfingu og mataræði í skólum,“ segir hann en þá eru lagðar fram aðgerðir til að breyta og bæta í gegnum skólann og með heimaverkefnum. „Það gekk best í að vinna með hreyfinguna í gegnum skólann. Foreldrar þurfa að vera miklu meðvitaðri um þeirra ábyrgð í þessu samhengi,“ segir hann. „Mér finnst það vera gegnumgangandi hjá þessari kynslóð sem er að ala upp börn í dag að margir eru uppteknari af því að vera í formi sjálfir en að koma börnum sínum í hreyfingu eða hreyfa sig með þeim,“ segir Erlingur.Hreyfing foreldra hefur áhrif á lífsmunstrið „Það er ótrúlega mikið af langtímarannsóknum sem sýnir það að hreyfing foreldra með börnunum á uppeldisárum barnanna hefur veruleg áhrif á lífsmunstur barnanna síðar í lífinu. Svona mikil minnkun á hreyfingu á unglingsárunum getur haft veruleg áhrif þegar fram í sækir,“ segir hann. Nýlegar langtímarannsóknir sýna að þeir einstaklingar sem notuðu mikinn tíma í barnæsku og/eða á unglingsárum til að horfa á sjónvarp eða spila tölvuleiki eru mun líklegri til að nota mikinn tíma í sambærilega hluti síðar í lífinu. Lifnaðarhættir og hegðun fólks í æsku hefur því þýðingu fyrir heilsu og velferð viðkomandi einstaklinga seinna í lífinu. Það er mjög mikilvægt að einblína á jákvæða heilsuhegðun og heilsuuppeldi strax á fyrstu árum lífsins og viðhalda þeim þáttum allt lífið til að fyrirbyggja neikvæða þróun heilsufars, að sögn Erlings. Staðreyndin er sú að helmingur 17 ára barna stundar ekki íþróttir. „Helmingur hreyfir sig ekki reglulega þegar hann er 17 ára gamall,“ segir Erlingur og finnst þetta hátt hlutfall.Hefur stytting framhaldsskólans áhrif? „Í einu rannsóknarverkefni okkar hefur hreyfimynstur ungmenna sem fædd eru 1999 verið skoðað við 7, 9, 15 og 17 ára aldur,“ segir Erlingur. Þetta er fyrsti árgangurinn sem fór í gegnum styttingu framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú. Hreyfing þeirra minnkaði um 20 prósent á virkum dögum úr 10. bekk og yfir í annað ár í framhaldsskóla. Athyglisvert er að hreyfingin dróst aðeins saman á virkum dögum en ekkert um helgar. „Þau hafa ekki tíma til að hreyfa sig á virkum dögum. Þá getur maður spurt sig: Hver er ástæða þess? Það er mikið að gera hjá þeim en íslensk ungmenni vinna mikið með skóla. Kyrrsetuþættirnir eru ríkjandi og skjátíminn. Þau hafa ekki tíma til eða orku til að hreyfa sig,“ segir Erlingur og útskýrir að þarna gætu framhaldsskólar brugðist við. „Þeir gætu aukið vægi hreyfingar í skólanum en sumir eru að gera það. Í nýju plani fyrir þriggja ára skóla var lagt upp með að minnka íþróttakennsluna. Það hafa ekki allir skólar farið eftir því sem betur fer,“ segir hann. „Framhaldsskólanemar hafa ekki sambærilega möguleika og í grunnskóla og þá minnkar hreyfingin enn meir.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira