Saga norskra jólatrjáa á Íslandi nálgast endi Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:30 Óslóartréð eru komið ofan úr Heiðmörk á Austurvöll. Fréttablaðið/Anton Sú var tíðin að hin ýmsu sveitarfélög landsins fengu glæsilegt jólatré að gjöf frá norskum vinabæjum sínum og voru ljósin á þeim tendruð með viðhöfn í byrjun hátíðahaldsins. Sá siður er smátt og smátt að leggjast af. Segja má að þessi þróun hafi byrjað þegar Reykjavíkurborg og Ósló ákváðu í sameiningu árið 2016, af umhverfisástæðum, að leggja af þann sið að norska höfuðborgin sendi Reykvíkingum tré að gjöf. Í dag er jólatré borgarinnar hoggið í Heiðmörk þó að enn verði tréð kallað Óslóartréð. Í október sagði Fréttablaðið frá því að sams konar vinagjöf milli Garðabæjar og norska bæjarins Asker hefði af umhverfisástæðum verið lögð niður. Asker hafði þá gefið Garðbæingum íburðarmikið tré í 49 ár þar til sveitarfélögin ákváðu í sameiningu að leggja siðinn af. Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristiansand sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum. Í kjölfarið var alþjóðlegt samstarf hins nýja sveitarfélags endurskoðað og formlegu vinabæjarsamstarfi við Reykjanesbæ og nokkra aðra vinabæi slitið. Þó er tekið fram að enn sé hlýtt á milli bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar og Kristiansand. Í Stykkishólmi er einnig löng hefð fyrir því að jólatré berist að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Sú hugmynd kom frá bæjaryfirvöldum í Stykkishólmi að fara að fordæmi annarra og leggja siðinn af vegna umhverfisástæðna. Þegar erindið barst til yfirvalda í Drammen hafði tré fyrir Hólmara þegar verið fellt. Niðurstaðan varð því sú að siðurinn verður lagður af á næsta ári. Það fer því að verða sjaldgæfara að Íslendingar í jólaskapi geti fundið ljúfa angan af norskum barrtrjám. Enn virðast þó jólatré berast frá öðrum löndum. Þannig munu Akureyringar brátt tendra ljós á glæsilegu jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku og sama munu Hafnfirðingar gera fljótlega þegar jólatré frá Cuxhaven í Þýskalandi verður vígt. Birtist í Fréttablaðinu Jól Noregur Umhverfismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Sú var tíðin að hin ýmsu sveitarfélög landsins fengu glæsilegt jólatré að gjöf frá norskum vinabæjum sínum og voru ljósin á þeim tendruð með viðhöfn í byrjun hátíðahaldsins. Sá siður er smátt og smátt að leggjast af. Segja má að þessi þróun hafi byrjað þegar Reykjavíkurborg og Ósló ákváðu í sameiningu árið 2016, af umhverfisástæðum, að leggja af þann sið að norska höfuðborgin sendi Reykvíkingum tré að gjöf. Í dag er jólatré borgarinnar hoggið í Heiðmörk þó að enn verði tréð kallað Óslóartréð. Í október sagði Fréttablaðið frá því að sams konar vinagjöf milli Garðabæjar og norska bæjarins Asker hefði af umhverfisástæðum verið lögð niður. Asker hafði þá gefið Garðbæingum íburðarmikið tré í 49 ár þar til sveitarfélögin ákváðu í sameiningu að leggja siðinn af. Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristiansand sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum. Í kjölfarið var alþjóðlegt samstarf hins nýja sveitarfélags endurskoðað og formlegu vinabæjarsamstarfi við Reykjanesbæ og nokkra aðra vinabæi slitið. Þó er tekið fram að enn sé hlýtt á milli bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar og Kristiansand. Í Stykkishólmi er einnig löng hefð fyrir því að jólatré berist að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Sú hugmynd kom frá bæjaryfirvöldum í Stykkishólmi að fara að fordæmi annarra og leggja siðinn af vegna umhverfisástæðna. Þegar erindið barst til yfirvalda í Drammen hafði tré fyrir Hólmara þegar verið fellt. Niðurstaðan varð því sú að siðurinn verður lagður af á næsta ári. Það fer því að verða sjaldgæfara að Íslendingar í jólaskapi geti fundið ljúfa angan af norskum barrtrjám. Enn virðast þó jólatré berast frá öðrum löndum. Þannig munu Akureyringar brátt tendra ljós á glæsilegu jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku og sama munu Hafnfirðingar gera fljótlega þegar jólatré frá Cuxhaven í Þýskalandi verður vígt.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Noregur Umhverfismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent