Fiskikóngurinn varar við gullgrafaraæði á humarmarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 12:45 Kristján Berg Ásgeirsson. Kristján Berg Ásgeirsson, best þekktur sem Fiskikóngurinn, varar við því sem hann kallar gullgrafaraæði á humarmarkaði vegna skorts á íslenskum humri. Hann hvetur íslenska neytendur til þess að hafa augun opin enda lítur hann svo á að verið sé að selja svikna vöru þar sem íshúðun á innfluttum humri geti verið yfir 10 prósent. Líkt og fréttastofa greindi frá um helgina er skortur á íslenskum humri og getur kílóið því kostað allt að 20 þúsund krónur út úr búð. Vegna þessa er verið að flytja inn humar, og það í töluverðu magni að sögn Fiskikóngsins, meðal annars frá Skotlandi og Danmörku. Sjá einnig: Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónurÍ færslu á Facebook-síðu Fiskikóngsins segir að honum finnist það í sjálfu sér í lagi að flytja inn humar en það sem honum finnst ekki vera í lagi er að verið sé að selja svikna vöru: „[…] það er verið að selja VATN, og stærðir eru ekki réttar á vörunni. Þegar ég tala um svik, þá er ég að meina: Íshúðun á vörunni er miklu meiri en sagt er til um á umbúðunum og humarinn stenst ekki stærð. Allar upplýsingar um % hlutfall á íshúðun á vörunni eru rangar.“Þessa mynd af humri með íshúðun birti Fiskikóngurinn á Facebook-síðu sinni.Fiskikóngurinn útskýrir síðan hvað íshúðun er og hvers vegna hún er. „Íshúðun á vöruna er til þess gerð,er að varna því að fiskurinn þorni í frosti. Þegar við erum að tala um íshúðun, þá er fínt að ræða um 5% en það dugir til þess að verja vöruna til geymslu í frystigeymslu í allt að eitt ár. Þegar 10% íshúðun er sett á vöruna þá getur það verið erfitt. Vegna þess að það er mjög erfitt að framkvæma svo mikla íshúðun, nema með mikilli þekkingu á hvernig þetta er framkvæmt og er það til þess gert að þyngja vöruna,“ segir Fiskikóngurinn og segir svo frá því að hann hafi kannað málið hjá einu fyrirtæki sem selur humar. Hann hafi keypt af þeim humar og gert athugun á íshúðuninni. „Mér blöskraði vinnubrögðin. 10 kg kassi. Í kassanum voru 320 stk. sem gera meðalþyngd humarins uppá 31 gramm. Hins vegar er íshúðun á þessum humri 37%!!!! Ég skil bara ekki hvernig hægt er að ná svona mikilli íshúðun. Til þess að framkvæma slíka þyngingu, þá þarf að nota aukaefni. Sprauta humarinn með þyngingarefnum, eða láta humarinn liggja í aukaefnum sem þyngja hann. Þetta kalla ég GULLGRAFARAÆÐI. Að setja íshúðun á vöru sem er meira en 10% er bara til þess gerð, til þess að reyna að selja viðskiptavininum VATN, og ræna hann. Það er alger óþarfi að setja svona mikið vatn/glasseringu/íshúðun á vöruna (í þessu tilviki humar). Þegar búið var að þíða humarinn upp og losa vatnið frá þessum kassa, þá voru ennþá 320stk í kassanum, en þyngdin orðin 6,3 kg af humri. (Restin 3,7 kg var vatn.) Og þá er meðalþyngdin dottin niður í 19,6 grömm pr hali sem er undir þeirri stærð sem ég keypti. Humar kostar mikið. Nokkur þúsund kr.kg. Hver vill greiða nokkur þúsund krónur fyrir líterinn af vatni...........ég bara spyr. Ég vill benda fólki á að í nokkrum vel völdum íslenskum fiskverslunum, þá er ennþá til og seldur íslenskur humar, sem er lítið glasseraður 5-10%. Skoðið humarinn vel áður en þið verslið humarinn,“ segir Fiskikóngurinn. Hann beinir því til neytenda að kaupa ekki humar ef þeir sjá mikið vatn á honum en færslu Fiskikóngsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, best þekktur sem Fiskikóngurinn, varar við því sem hann kallar gullgrafaraæði á humarmarkaði vegna skorts á íslenskum humri. Hann hvetur íslenska neytendur til þess að hafa augun opin enda lítur hann svo á að verið sé að selja svikna vöru þar sem íshúðun á innfluttum humri geti verið yfir 10 prósent. Líkt og fréttastofa greindi frá um helgina er skortur á íslenskum humri og getur kílóið því kostað allt að 20 þúsund krónur út úr búð. Vegna þessa er verið að flytja inn humar, og það í töluverðu magni að sögn Fiskikóngsins, meðal annars frá Skotlandi og Danmörku. Sjá einnig: Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónurÍ færslu á Facebook-síðu Fiskikóngsins segir að honum finnist það í sjálfu sér í lagi að flytja inn humar en það sem honum finnst ekki vera í lagi er að verið sé að selja svikna vöru: „[…] það er verið að selja VATN, og stærðir eru ekki réttar á vörunni. Þegar ég tala um svik, þá er ég að meina: Íshúðun á vörunni er miklu meiri en sagt er til um á umbúðunum og humarinn stenst ekki stærð. Allar upplýsingar um % hlutfall á íshúðun á vörunni eru rangar.“Þessa mynd af humri með íshúðun birti Fiskikóngurinn á Facebook-síðu sinni.Fiskikóngurinn útskýrir síðan hvað íshúðun er og hvers vegna hún er. „Íshúðun á vöruna er til þess gerð,er að varna því að fiskurinn þorni í frosti. Þegar við erum að tala um íshúðun, þá er fínt að ræða um 5% en það dugir til þess að verja vöruna til geymslu í frystigeymslu í allt að eitt ár. Þegar 10% íshúðun er sett á vöruna þá getur það verið erfitt. Vegna þess að það er mjög erfitt að framkvæma svo mikla íshúðun, nema með mikilli þekkingu á hvernig þetta er framkvæmt og er það til þess gert að þyngja vöruna,“ segir Fiskikóngurinn og segir svo frá því að hann hafi kannað málið hjá einu fyrirtæki sem selur humar. Hann hafi keypt af þeim humar og gert athugun á íshúðuninni. „Mér blöskraði vinnubrögðin. 10 kg kassi. Í kassanum voru 320 stk. sem gera meðalþyngd humarins uppá 31 gramm. Hins vegar er íshúðun á þessum humri 37%!!!! Ég skil bara ekki hvernig hægt er að ná svona mikilli íshúðun. Til þess að framkvæma slíka þyngingu, þá þarf að nota aukaefni. Sprauta humarinn með þyngingarefnum, eða láta humarinn liggja í aukaefnum sem þyngja hann. Þetta kalla ég GULLGRAFARAÆÐI. Að setja íshúðun á vöru sem er meira en 10% er bara til þess gerð, til þess að reyna að selja viðskiptavininum VATN, og ræna hann. Það er alger óþarfi að setja svona mikið vatn/glasseringu/íshúðun á vöruna (í þessu tilviki humar). Þegar búið var að þíða humarinn upp og losa vatnið frá þessum kassa, þá voru ennþá 320stk í kassanum, en þyngdin orðin 6,3 kg af humri. (Restin 3,7 kg var vatn.) Og þá er meðalþyngdin dottin niður í 19,6 grömm pr hali sem er undir þeirri stærð sem ég keypti. Humar kostar mikið. Nokkur þúsund kr.kg. Hver vill greiða nokkur þúsund krónur fyrir líterinn af vatni...........ég bara spyr. Ég vill benda fólki á að í nokkrum vel völdum íslenskum fiskverslunum, þá er ennþá til og seldur íslenskur humar, sem er lítið glasseraður 5-10%. Skoðið humarinn vel áður en þið verslið humarinn,“ segir Fiskikóngurinn. Hann beinir því til neytenda að kaupa ekki humar ef þeir sjá mikið vatn á honum en færslu Fiskikóngsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15