Hækkaði rána í íslenskri knattspyrnu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. nóvember 2019 19:00 Margrét Lára fagnar marki. fréttablaðið Tilkynnt var í gær að Margrét Lára Viðarsdóttir hefði lagt skóna á hilluna eftir nítján ára farsælan feril. Markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og fyrsta knattspyrnukonan sem kjörin var íþróttamaður ársins árið 2007 kveður því sviðið sem ríkjandi Íslandsmeistari eftir að hafa verið hluti af meistaraliði Vals í sumar. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Margrétar Láru með Valsliðinu og vantaði hana aðeins eitt mark í sumar til að deila markadrottningartitlinum. Margrét vakti ung athygli og lék fyrsta leik sinn með ÍBV í efstu deild aðeins fjórtán ára gömul. Sextán ára gömul skoraði Margrét sjö mörk í ellefu leikjum en gerði enn betur næstu tvö ár þegar hún skoraði 41 mark í 26 leikjum. Það reyndust síðustu tímabil hennar í Vestmannaeyjum því hún samdi við Val haustið 2004. Með Margréti í fremstu víglínu varð Valsliðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð, árin 2006-2008, og skoraði Margrét alls 104 mörk í 48 leikjum á þessum þremur árum. Á atvinnumannsferlinum fór Margrét fyrst til Duisburg í Þýskalandi átti síðar eftir að leika fyrir Turbine Potsdam sem var þá eitt sterkasta félagslið Evrópu en henni tókst ekki að sýna sitt rétta andlit í Þýskalandi. Í Svíþjóð stoppaði Margrét stutt hjá Linköpings en lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur í fimm ár hjá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún varð markadrottning árið 2011. Með kvennalandsliðinu braut Margrét Lára ísinn strax í fyrsta leik undir stjórn Helenu Ólafsdóttur í 4-1 sigri á Ungverjalandi. Það tók Margréti aðeins fjórar mínútur að komast á blað eftir að hafa komið inn á sem varamaður og gaf það tóninn fyrir landsliðsferil Margrétar. Sjö sinnum tókst henni að skora þrennu eða meira í leikjum Íslands og skoraði hún alls 79 mörk, það síðasta í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum í leik sem reyndist hennar síðasti fyrir landsliðið. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Tilkynnt var í gær að Margrét Lára Viðarsdóttir hefði lagt skóna á hilluna eftir nítján ára farsælan feril. Markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og fyrsta knattspyrnukonan sem kjörin var íþróttamaður ársins árið 2007 kveður því sviðið sem ríkjandi Íslandsmeistari eftir að hafa verið hluti af meistaraliði Vals í sumar. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Margrétar Láru með Valsliðinu og vantaði hana aðeins eitt mark í sumar til að deila markadrottningartitlinum. Margrét vakti ung athygli og lék fyrsta leik sinn með ÍBV í efstu deild aðeins fjórtán ára gömul. Sextán ára gömul skoraði Margrét sjö mörk í ellefu leikjum en gerði enn betur næstu tvö ár þegar hún skoraði 41 mark í 26 leikjum. Það reyndust síðustu tímabil hennar í Vestmannaeyjum því hún samdi við Val haustið 2004. Með Margréti í fremstu víglínu varð Valsliðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð, árin 2006-2008, og skoraði Margrét alls 104 mörk í 48 leikjum á þessum þremur árum. Á atvinnumannsferlinum fór Margrét fyrst til Duisburg í Þýskalandi átti síðar eftir að leika fyrir Turbine Potsdam sem var þá eitt sterkasta félagslið Evrópu en henni tókst ekki að sýna sitt rétta andlit í Þýskalandi. Í Svíþjóð stoppaði Margrét stutt hjá Linköpings en lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur í fimm ár hjá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún varð markadrottning árið 2011. Með kvennalandsliðinu braut Margrét Lára ísinn strax í fyrsta leik undir stjórn Helenu Ólafsdóttur í 4-1 sigri á Ungverjalandi. Það tók Margréti aðeins fjórar mínútur að komast á blað eftir að hafa komið inn á sem varamaður og gaf það tóninn fyrir landsliðsferil Margrétar. Sjö sinnum tókst henni að skora þrennu eða meira í leikjum Íslands og skoraði hún alls 79 mörk, það síðasta í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum í leik sem reyndist hennar síðasti fyrir landsliðið.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn