Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 13:15 Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Rússland Utanríkismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Sjá meira
Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Rússland Utanríkismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Sjá meira