Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 19:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom á fund nefndarinnar í morgun þar sem hæfisreglur sem gilda um ráðherra voru til umfjöllunar. Umræðurnar voru almenns eðlis og sérfræðingar ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi sjávarútvegsráðherra í tilfelli Samherjamálsins.Sjá einnig:Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér„Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi. En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem þá upp kæmi,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem var einn þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar telur tilefni til að kalla eftir frekari upplýsingum um tilfelli Kristjáns Þórs og Samherja. „Mér finnst alla veganna mikið tilefni til þess að ræða það með mínu fólki hvort að við eigum að fara fram á frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða hvort að slík athugun eigi mögulega betur heima einhvers staðar annars staðar,“ segir Þórhildur Sunna.Stærra en ráðherrann Þá telur hún mikilvægt að ræða einnig þann þátt málsins sem snýr að trausti og trúverðugleika stjórnkerfisins, en ekki aðeins hvað lítur að lögum og reglum. „Okkur hefur ekki borist sú gæfa, eins og nágrannaþjóðum okkar, að ráðherrar setji hagsmuni stjórnsýslunnar, setji hagsmuni ráðuneytisins, framar sínum eigin hagsmunum að fá að sitja áfram í ráðherrastóli,“ segir Þórhildur Sunna. „Það snýst ekkert endilega um hvort ráðherrann hefur rétt eða rangt fyrir sér eða hvort það er sanngjarnt eða ekki sanngjarnt að hann fái að sitja áfram í embætti. Það á alltaf að vera stærra heldur en hann sjálfur.“ Kristján Þór var spurður á Alþingi í dag hvort afstaða hans til afsagnar hafi breyst. „Ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku, gæta að hæfi,“ svaraði Kristján Þór meðal annars. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom á fund nefndarinnar í morgun þar sem hæfisreglur sem gilda um ráðherra voru til umfjöllunar. Umræðurnar voru almenns eðlis og sérfræðingar ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi sjávarútvegsráðherra í tilfelli Samherjamálsins.Sjá einnig:Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér„Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi. En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem þá upp kæmi,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem var einn þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar telur tilefni til að kalla eftir frekari upplýsingum um tilfelli Kristjáns Þórs og Samherja. „Mér finnst alla veganna mikið tilefni til þess að ræða það með mínu fólki hvort að við eigum að fara fram á frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða hvort að slík athugun eigi mögulega betur heima einhvers staðar annars staðar,“ segir Þórhildur Sunna.Stærra en ráðherrann Þá telur hún mikilvægt að ræða einnig þann þátt málsins sem snýr að trausti og trúverðugleika stjórnkerfisins, en ekki aðeins hvað lítur að lögum og reglum. „Okkur hefur ekki borist sú gæfa, eins og nágrannaþjóðum okkar, að ráðherrar setji hagsmuni stjórnsýslunnar, setji hagsmuni ráðuneytisins, framar sínum eigin hagsmunum að fá að sitja áfram í ráðherrastóli,“ segir Þórhildur Sunna. „Það snýst ekkert endilega um hvort ráðherrann hefur rétt eða rangt fyrir sér eða hvort það er sanngjarnt eða ekki sanngjarnt að hann fái að sitja áfram í embætti. Það á alltaf að vera stærra heldur en hann sjálfur.“ Kristján Þór var spurður á Alþingi í dag hvort afstaða hans til afsagnar hafi breyst. „Ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku, gæta að hæfi,“ svaraði Kristján Þór meðal annars.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30
Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30