Vanhæfi hjá lögreglu tefur fyrir nálgunarbanni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. nóvember 2019 07:00 Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sótti mál þar sem krafist var nálgunarbanns vegna þess að kollega hans hjá lögreglunni telur sér ógnað. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur ómerkt nálgunarbann yfir þrítugum karlmanni þar sem draga mátti í efa óhlutdrægni saksóknara í málinu. Karlmaðurinn þrítugi fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til kollega sinna á Vestfjörðum vegna vanhæfis til að fjalla um málið. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist óttast manninn og nálgunarbannskrafan var vegna ótta aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hafði málið til rannsóknar.Ásökun um nauðgun til rannsóknar Þrítugi karlmaðurinn sagði sögu sína undir nafnleynd við Vísi vorið 2018. Hann sakar sálfræðing á sextugsaldri um að hafa nauðgað sér þegar hann var í áttunda bekk. Kærandinn er einhverfur og var lagður í einelti í grunnskóla og var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda. Þar hafi sálfræðingurinn nauðgað honum og svo gefið honum kók og prins póló í lok tíma. Það var svo mörgum árum síðar, eða árið 2014, sem karlmaðurinn ákvað að kæra brotið til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Engin vitni hefðu orðið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa. Í aðdraganda þess að maðurinn lagði fram kæruna liggur fyrir að hann hringdi fjölmörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu en hann hefur alltaf neitað sök.Dæmdur fyrir nauðgun Segja má að svipmyndin hafi breyst í sumar þegar sálfræðingurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Í framhaldinu féllst ríkissaksóknari á að taka á ný upp kæru mannsins og munu einhverjar nýjar upplýsingar eða framburður hafa orðið til þess. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði sig frá rannsókninni vegna vanhæfis en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í bréfi til ríkissaksóknara ástæðuna vera ótta í garð þrítuga mannsins. Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kom að rannsókn málsins áður en það var sent til lögreglunnar á Vestfjörðum, segist sömuleiðis hafa orðið fyrir það miklu ónæði af manninum að nauðsynlegt væri að fá nálgunarbann.Of mikil tengsl saksóknara við brotaþola Fór svo að lögreglan á Vestfjörðum sótti málið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða og gerði kröfu um nálgunarbann. Á það var fallist jafnvel þótt kollegi saksóknarans á höfuðborgarsvæðinu hefði sótt málið fyrir hönd lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður kærði niðurstöðuna til Landsréttar og gerði athugasemd við málsmeðferðina. Vegna tengsla saksóknara við brotaþola í málinu, hinn saksóknarann hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, væri saksóknarinn vanhæfur til að sækja málið. Landsréttur féllst á það og sagði að með réttu mætti draga í efa óhlutdrægni saksóknarans þar sem hann færði rök fyrir kröfu um nálgunarbann í ljósi þess að hann líkt og brotaþoli starfaði sem aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var málinu því vísað aftur til Héraðsdóms Vestfjarða. Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Landsréttur hefur ómerkt nálgunarbann yfir þrítugum karlmanni þar sem draga mátti í efa óhlutdrægni saksóknara í málinu. Karlmaðurinn þrítugi fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til kollega sinna á Vestfjörðum vegna vanhæfis til að fjalla um málið. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist óttast manninn og nálgunarbannskrafan var vegna ótta aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hafði málið til rannsóknar.Ásökun um nauðgun til rannsóknar Þrítugi karlmaðurinn sagði sögu sína undir nafnleynd við Vísi vorið 2018. Hann sakar sálfræðing á sextugsaldri um að hafa nauðgað sér þegar hann var í áttunda bekk. Kærandinn er einhverfur og var lagður í einelti í grunnskóla og var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda. Þar hafi sálfræðingurinn nauðgað honum og svo gefið honum kók og prins póló í lok tíma. Það var svo mörgum árum síðar, eða árið 2014, sem karlmaðurinn ákvað að kæra brotið til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Engin vitni hefðu orðið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa. Í aðdraganda þess að maðurinn lagði fram kæruna liggur fyrir að hann hringdi fjölmörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu en hann hefur alltaf neitað sök.Dæmdur fyrir nauðgun Segja má að svipmyndin hafi breyst í sumar þegar sálfræðingurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Í framhaldinu féllst ríkissaksóknari á að taka á ný upp kæru mannsins og munu einhverjar nýjar upplýsingar eða framburður hafa orðið til þess. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði sig frá rannsókninni vegna vanhæfis en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í bréfi til ríkissaksóknara ástæðuna vera ótta í garð þrítuga mannsins. Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kom að rannsókn málsins áður en það var sent til lögreglunnar á Vestfjörðum, segist sömuleiðis hafa orðið fyrir það miklu ónæði af manninum að nauðsynlegt væri að fá nálgunarbann.Of mikil tengsl saksóknara við brotaþola Fór svo að lögreglan á Vestfjörðum sótti málið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða og gerði kröfu um nálgunarbann. Á það var fallist jafnvel þótt kollegi saksóknarans á höfuðborgarsvæðinu hefði sótt málið fyrir hönd lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður kærði niðurstöðuna til Landsréttar og gerði athugasemd við málsmeðferðina. Vegna tengsla saksóknara við brotaþola í málinu, hinn saksóknarann hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, væri saksóknarinn vanhæfur til að sækja málið. Landsréttur féllst á það og sagði að með réttu mætti draga í efa óhlutdrægni saksóknarans þar sem hann færði rök fyrir kröfu um nálgunarbann í ljósi þess að hann líkt og brotaþoli starfaði sem aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var málinu því vísað aftur til Héraðsdóms Vestfjarða.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15