Vanhæfi hjá lögreglu tefur fyrir nálgunarbanni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. nóvember 2019 07:00 Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sótti mál þar sem krafist var nálgunarbanns vegna þess að kollega hans hjá lögreglunni telur sér ógnað. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur ómerkt nálgunarbann yfir þrítugum karlmanni þar sem draga mátti í efa óhlutdrægni saksóknara í málinu. Karlmaðurinn þrítugi fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til kollega sinna á Vestfjörðum vegna vanhæfis til að fjalla um málið. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist óttast manninn og nálgunarbannskrafan var vegna ótta aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hafði málið til rannsóknar.Ásökun um nauðgun til rannsóknar Þrítugi karlmaðurinn sagði sögu sína undir nafnleynd við Vísi vorið 2018. Hann sakar sálfræðing á sextugsaldri um að hafa nauðgað sér þegar hann var í áttunda bekk. Kærandinn er einhverfur og var lagður í einelti í grunnskóla og var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda. Þar hafi sálfræðingurinn nauðgað honum og svo gefið honum kók og prins póló í lok tíma. Það var svo mörgum árum síðar, eða árið 2014, sem karlmaðurinn ákvað að kæra brotið til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Engin vitni hefðu orðið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa. Í aðdraganda þess að maðurinn lagði fram kæruna liggur fyrir að hann hringdi fjölmörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu en hann hefur alltaf neitað sök.Dæmdur fyrir nauðgun Segja má að svipmyndin hafi breyst í sumar þegar sálfræðingurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Í framhaldinu féllst ríkissaksóknari á að taka á ný upp kæru mannsins og munu einhverjar nýjar upplýsingar eða framburður hafa orðið til þess. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði sig frá rannsókninni vegna vanhæfis en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í bréfi til ríkissaksóknara ástæðuna vera ótta í garð þrítuga mannsins. Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kom að rannsókn málsins áður en það var sent til lögreglunnar á Vestfjörðum, segist sömuleiðis hafa orðið fyrir það miklu ónæði af manninum að nauðsynlegt væri að fá nálgunarbann.Of mikil tengsl saksóknara við brotaþola Fór svo að lögreglan á Vestfjörðum sótti málið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða og gerði kröfu um nálgunarbann. Á það var fallist jafnvel þótt kollegi saksóknarans á höfuðborgarsvæðinu hefði sótt málið fyrir hönd lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður kærði niðurstöðuna til Landsréttar og gerði athugasemd við málsmeðferðina. Vegna tengsla saksóknara við brotaþola í málinu, hinn saksóknarann hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, væri saksóknarinn vanhæfur til að sækja málið. Landsréttur féllst á það og sagði að með réttu mætti draga í efa óhlutdrægni saksóknarans þar sem hann færði rök fyrir kröfu um nálgunarbann í ljósi þess að hann líkt og brotaþoli starfaði sem aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var málinu því vísað aftur til Héraðsdóms Vestfjarða. Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Landsréttur hefur ómerkt nálgunarbann yfir þrítugum karlmanni þar sem draga mátti í efa óhlutdrægni saksóknara í málinu. Karlmaðurinn þrítugi fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til kollega sinna á Vestfjörðum vegna vanhæfis til að fjalla um málið. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist óttast manninn og nálgunarbannskrafan var vegna ótta aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hafði málið til rannsóknar.Ásökun um nauðgun til rannsóknar Þrítugi karlmaðurinn sagði sögu sína undir nafnleynd við Vísi vorið 2018. Hann sakar sálfræðing á sextugsaldri um að hafa nauðgað sér þegar hann var í áttunda bekk. Kærandinn er einhverfur og var lagður í einelti í grunnskóla og var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda. Þar hafi sálfræðingurinn nauðgað honum og svo gefið honum kók og prins póló í lok tíma. Það var svo mörgum árum síðar, eða árið 2014, sem karlmaðurinn ákvað að kæra brotið til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Engin vitni hefðu orðið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa. Í aðdraganda þess að maðurinn lagði fram kæruna liggur fyrir að hann hringdi fjölmörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu en hann hefur alltaf neitað sök.Dæmdur fyrir nauðgun Segja má að svipmyndin hafi breyst í sumar þegar sálfræðingurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Í framhaldinu féllst ríkissaksóknari á að taka á ný upp kæru mannsins og munu einhverjar nýjar upplýsingar eða framburður hafa orðið til þess. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði sig frá rannsókninni vegna vanhæfis en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í bréfi til ríkissaksóknara ástæðuna vera ótta í garð þrítuga mannsins. Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kom að rannsókn málsins áður en það var sent til lögreglunnar á Vestfjörðum, segist sömuleiðis hafa orðið fyrir það miklu ónæði af manninum að nauðsynlegt væri að fá nálgunarbann.Of mikil tengsl saksóknara við brotaþola Fór svo að lögreglan á Vestfjörðum sótti málið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða og gerði kröfu um nálgunarbann. Á það var fallist jafnvel þótt kollegi saksóknarans á höfuðborgarsvæðinu hefði sótt málið fyrir hönd lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður kærði niðurstöðuna til Landsréttar og gerði athugasemd við málsmeðferðina. Vegna tengsla saksóknara við brotaþola í málinu, hinn saksóknarann hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, væri saksóknarinn vanhæfur til að sækja málið. Landsréttur féllst á það og sagði að með réttu mætti draga í efa óhlutdrægni saksóknarans þar sem hann færði rök fyrir kröfu um nálgunarbann í ljósi þess að hann líkt og brotaþoli starfaði sem aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var málinu því vísað aftur til Héraðsdóms Vestfjarða.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15