Yfirskrift fyrirlestursins upp á ensku er: How to build a friendship machine: The new type of human connection. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
„Við lifum og hrærumst í sítengdum veruleika sem gjörbreytir því hvernig við eigum samskipti við annað fólk. Á tímum þegar persónuleg tengsl virðast vera brothættari en oft áður má segja að tölvuleikjaiðnaðurinn sé í ákveðinni mótsögn við þá þróun. Í tölvuleikjum mótar fólk sterk vináttusambönd þrátt fyrir oft á tíðum gríðarlegar landfræðilegar vegalengdir,“ segir í kynningu HR á fyrirlestrinum.
Í þessu erindi mun Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP, ræða um það hvernig tölvuleikir geta fært fólki aukna lífsgleði og tilgang. Ennfremur mun Hilmar fara yfir það hvernig fjöldaleikir á netinu, líkt og EVE Online, eru stórvirkir í að móta alvöru vináttusambönd sem virka fyrir samtímann.