Segir að gefin svör geri lítið úr starfsemi þjóðaröryggisráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. nóvember 2019 07:30 Fyrsti fundur þjóðaröryggisráðs var haldinn í maí 2017 og í því sitja ellefu fulltrúar. Fréttablaðið/Eyþór Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“ Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira