MDE tekur fyrir mál íslenska spilafíkilsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2019 21:57 Guðlaugur Karlsson fyrir framan spilakassana sem hafa haft af honum aleiguna. Fréttablaðið/Anton brink Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál spilafíkilsins Guðlaugs Jakobs Karlssonar sem höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Frá þessu er greint á vef Mbl.is en Landsréttur sýknaði ríkið af kröfum Guðlaugs Jakobs í október á síðasta ári. Alls krafðist Guðlaugur Karl 77 milljóna króna. Vísir hefur áður fjallað ítarlega um mál Guðlaugs Karls en umfjöllun um það má lesa hér, hér, hér, hér og hér. Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Málið snýst um að ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Þeir eru með leyfi til reksturs happdrættisvéla sem eru ekki til, hvergi í heiminum. Þetta er ekkert annað en fjárhættuspil,“ sagði Guðlaugur í samtali við Vísi árið 2016. Tekist var á hvort þessi sérlög gengu framar en hegningarlög. Guðlaugur og lögmaður hans taldi það ekki ganga upp en héraðsdómur og Landsréttur voru á öðru máli. Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum.Á vef Mbl.is er haft eftir lögmanni Guðlaugs að málið sé komið á dagskrá Mannréttindadómstóls Evrópu en óvíst sé hvenær það verði tekið fyrir. Dómsmál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál spilafíkilsins Guðlaugs Jakobs Karlssonar sem höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Frá þessu er greint á vef Mbl.is en Landsréttur sýknaði ríkið af kröfum Guðlaugs Jakobs í október á síðasta ári. Alls krafðist Guðlaugur Karl 77 milljóna króna. Vísir hefur áður fjallað ítarlega um mál Guðlaugs Karls en umfjöllun um það má lesa hér, hér, hér, hér og hér. Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Málið snýst um að ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Þeir eru með leyfi til reksturs happdrættisvéla sem eru ekki til, hvergi í heiminum. Þetta er ekkert annað en fjárhættuspil,“ sagði Guðlaugur í samtali við Vísi árið 2016. Tekist var á hvort þessi sérlög gengu framar en hegningarlög. Guðlaugur og lögmaður hans taldi það ekki ganga upp en héraðsdómur og Landsréttur voru á öðru máli. Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum.Á vef Mbl.is er haft eftir lögmanni Guðlaugs að málið sé komið á dagskrá Mannréttindadómstóls Evrópu en óvíst sé hvenær það verði tekið fyrir.
Dómsmál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00
Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00