Valur er áfram með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna eftir sjö stiga sigur á Grindavík, 77-70, er liðin mættust í 8. umferð Dominos-deildar kvenna.
Valur lagði grunninn að sigrinum með því að vinna fyrstu þrjá leikhlutana. Þær leidu 43-33 í hálfleik og bættu svo í forystuna í þriðja leikhlutanum.
Þær byrjuðu fjórða leikhlutann vel en gáfu svo eftir og hleyptu Grindavík nærri sér en sigurinn þó aldrei í hættu.
Kiana Johnson gerði 24 stig fyrir heimastúlkur ásamt því að taka ellefu fráköst og gefa tíu stoðsendingar. Dagbjört Samúelsdóttir og Hallveig Jónsdóttir bættu við sitthvorum sextán stigunum.
Hjá Grindavík var Hrund Skúladóttir stigahæst með nítján stig. Bríet Sif Hinriksdóttir gerði átján stig og Ólöf Rún Óladóttir skoraði fimmtán.
Valur er því með sextán stig á toppi deildarinnar en nýliðar Grindavíkur eru á botninum án stiga eftir fyrstu átta leikina.
Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
