Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 20:00 Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum. Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum.
Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira