Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var valin frjálsíþróttakona ársins og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttakarl ársins.
Kjörið var kunngjört á uppskeruátið Frjálsíþróttasambandsins í gærkvöld þar sem ýsmar viðurkenningar voru veittar.
Guðbjörg Jóa bætti Íslandsmeti í bæði 100 og 200 metra spretthlaupi og jafnaði Íslandsmet Tiönu Óskar Whitworth í 60 metra hlaupi. Hún var hluti af 4x200 metra boðhlaupssvetinni sem setti nýtt Íslandsmet á Reykjavík International Games.
Einnig setti hún nokkur aldursflokkamet, bæði sem einstaklingur og í boðhlaupi. Guðbjörg keppti á EM U20 þar sem hún varð fjórða í 200 metra hlaupi og var hluti af íslenska Evrópubikarliðinu sem kom sér upp um deild í sumar.
Á uppskeruhátíðinni fékk Guðbjörg einnig Jónsbikarinn fyrir besta spretthlaupsafrekið og var valinn stúlka ársins 19 ára og yngri.
Hilmar Örn bætti Íslandsmetið í sleggjukasti á árinu með því að kasta 75,26 metra. Hilmar keppir fyrir University of Virginia og varð ACC svæðismeistari fjórða árið í röð og sá fyrsti í sögunni til þess að ná þeim áfanga. Hann sigraði svo Austurdeildina og var þriðji á bandaríska háskólameistaramótinu.
Hilmar var hluti af íslenska Evrópubikarliðinu sem kom sér upp um deild í sumar og svo er hann efstur Íslendinga á heimslistanum eða í 41. sæti í sinni grein. Á uppskeruhátíðnni var Hilmar einnig valinn kastari ársins í karlaflokki.
Guðbjörg og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

