Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 14:19 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm „Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
„Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56