Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 14:19 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm „Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
„Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56