Íslenski boltinn

Emil spilaði með FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil Hallfreðsson spilaði með FH í dag er liðið mætti KR í Bose-bikarnum er liðið léku í Skessunni, nýju knatthúsi FH-inga.

Emil rifti samningi sínum við Frosinone í janúar og þaðan fór hann til Udinese á samningi fram til sumars en Emil hafði áður leikið með Udinese.

Hann hefur síðan í sumar verið samningslaus en hefur þó verið í landsliðshópi Íslands, að undanteknum þeim síðasta, en Emil leitar sér nú að liði.







Hann hefur lengi æft með FH-liðinu og spilaði með þeim í dag er liðið spilaði við KR í Bose-bikarnum. FH tapaði leiknum 1-0 en markið skoraði Finnur Orri Margeirsson.

Emil er uppalinn hjá Fimleikafélaginu og hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2004. Síðan hélt hann svo út í atvinnumennsku.

Miðjumaðurinn knái á að baki 71 A-landsleik og það er ljóst að það yrði rosalegur hvalreki fyrir FH ákveði hann að semja við uppeldisfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×