Flenard Whitfield: Verður ógnvænlegt ef heimavallarárangurinn heldur áfram Árni Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 22:40 Flenard í baráttunni við Hörð Axel í kvöld. vísir/daníel Miðherji Hauka, Flenard Whitfield, átti skínandi leik á móti Keflavík í kvöld þegar Haukar tóku á móti Keflvíkingum í 8. umferð Dominos deildar karla. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í sannfærandi sigri. Hann var spurður að því hvað Haukar gerðu rétt. „Vörnin var það sem við gerðum rétt. Við unnum mikið í vörn og líkamlegu ástandi og hvernig við ættum að hreyfa okkur á móti þeim og ætluðum við að reyna að skapa það að þetta væri varnarlið. Það vita allir að við getum skorað og erum með mikið af skyttum en við viljum fara að stöðva hin liðin ásamt því að skora vel.“ Haukar hafa ekki tapað leik í Ólafssal en þeir hafa spilað fimm leiki hingað til og skorað að meðaltali nálægt 100 stigum í hverjum leik. Flenard var inntur eftir því hvað það væri sem gerði það að verkum að hans mönnum liði svona vel á heimavelli. „Ég veit ekki hvað það er. Allir sigurleikirnir okkar hafa komið hérna en við erum að vinna í að ná í sigur á útivelli en ef þetta gengur svona áfram þá verðum við ógnvænlegir..“ Flenard gekk vel í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í lok leiksins þegar hann fékk nóg pláss til athafna sig í teig andstæðingsins en hann náði í fimm sóknarfráköst í leiknum og kom karfa nánast alltaf í kjölfarið frá honum. „Þegar maður er á móti svona góðu liði eins og Keflavík og er yfir á loka andartökunum þá þarf maður að sanna sig. Svo verður maður að vera fyrirmynd fyrir meðspilara sína og leiða þá í átt að sigrinum.“ Keflvíkingar náðu muninum niður í fjögur stig í þriðja leikhluta og var Flenard spurður að því hvort það hafi farið um hans menn á þeim tímapunkti. „Ef þú hefur séð okkur þá hafa þriðju leikhlutarnir verið slæmir hjá okkur, alltaf byrjum við kaldir og töpum boltanum eða klikkum á skotunum. Við erum vanir því núna og komum okkur í gegnum þennan kafla og klárum vel. Það er kostur liðsins okkar að við erum með unga menn hérna sem átta sig á veikleikum sínum og við berjumst í gegn um slæmu kaflana og látum ekkert pirra okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Miðherji Hauka, Flenard Whitfield, átti skínandi leik á móti Keflavík í kvöld þegar Haukar tóku á móti Keflvíkingum í 8. umferð Dominos deildar karla. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í sannfærandi sigri. Hann var spurður að því hvað Haukar gerðu rétt. „Vörnin var það sem við gerðum rétt. Við unnum mikið í vörn og líkamlegu ástandi og hvernig við ættum að hreyfa okkur á móti þeim og ætluðum við að reyna að skapa það að þetta væri varnarlið. Það vita allir að við getum skorað og erum með mikið af skyttum en við viljum fara að stöðva hin liðin ásamt því að skora vel.“ Haukar hafa ekki tapað leik í Ólafssal en þeir hafa spilað fimm leiki hingað til og skorað að meðaltali nálægt 100 stigum í hverjum leik. Flenard var inntur eftir því hvað það væri sem gerði það að verkum að hans mönnum liði svona vel á heimavelli. „Ég veit ekki hvað það er. Allir sigurleikirnir okkar hafa komið hérna en við erum að vinna í að ná í sigur á útivelli en ef þetta gengur svona áfram þá verðum við ógnvænlegir..“ Flenard gekk vel í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í lok leiksins þegar hann fékk nóg pláss til athafna sig í teig andstæðingsins en hann náði í fimm sóknarfráköst í leiknum og kom karfa nánast alltaf í kjölfarið frá honum. „Þegar maður er á móti svona góðu liði eins og Keflavík og er yfir á loka andartökunum þá þarf maður að sanna sig. Svo verður maður að vera fyrirmynd fyrir meðspilara sína og leiða þá í átt að sigrinum.“ Keflvíkingar náðu muninum niður í fjögur stig í þriðja leikhluta og var Flenard spurður að því hvort það hafi farið um hans menn á þeim tímapunkti. „Ef þú hefur séð okkur þá hafa þriðju leikhlutarnir verið slæmir hjá okkur, alltaf byrjum við kaldir og töpum boltanum eða klikkum á skotunum. Við erum vanir því núna og komum okkur í gegnum þennan kafla og klárum vel. Það er kostur liðsins okkar að við erum með unga menn hérna sem átta sig á veikleikum sínum og við berjumst í gegn um slæmu kaflana og látum ekkert pirra okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00