Flóttamenn æfa fótbolta hjá Þrótti: „Viljum vera opið og mannlegt félag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Í fyrrakvöld voru fjölmargir flóttamenn á æfingu hjá SR. mynd/þróttur Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“ Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“
Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti