Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 16:48 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Oded Balilty Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu. Ísrael Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu.
Ísrael Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira