Höddi Magg lýsti árlegu kótilettukappáti sem þingmaður VG pakkaði saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 15:15 Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður kann þá list betur en flestir að borða kótilettur. Vísir/Friðrik Þór Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát
Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira