Sáttamiðlun notuð í of litlum mæli hér á landi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 21. nóvember 2019 06:00 Málþing um sáttamiðlun verður haldið í dag Vísir/getty „Við erum að fá hingað þennan frábæra sérfræðing frá Skotlandi sem er framkvæmdastjóri Scottish Mediation og hann ætlar að segja okkur hvernig Skotar hafa verið að gera þetta,“ segir Dagný Rut Haraldsdóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur og stjórnarmaður Sáttar. Í dag klukkan 15 verður haldið málþing um sáttamiðlun í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem Graham Boyack mun flytja erindi um innleiðingu sáttamiðlunar í Skotlandi. Sátt, félag um sáttamiðlun heldur málþingið og segir Dagný sáttamiðlun vera að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Sáttamiðlun er það kallað þegar hlutlaus þriðji aðili leiðir og stýrir ferli þar sem markmiðið er að hjálpa málsaðilum að ná samkomulagi,“ segir Dagný. „Þetta ferli má nota í hinum ýmsu málum, til dæmis við nágrannaerjur, í viðskiptum og í rauninni á þetta heima alls staðar þar sem fólk á í deilum,“ bætir hún við. Dagný segir mun ódýrara að útkljá ýmis mál með sáttamiðlun en í dómskerfinu. „Þetta kostar okkur miklu minna ef talið er beint í beinum peningum og líka ef við lítum á tíma,“ segir hún. „Svona getum við leyst flókin mál með nokkrum fundum sem taka í mesta lagi nokkrar vikur á móti mörgum mánuðum eða jafnvel árum í dómskerfinu,“ segir hún.Dagný Rut HaraldsdóttirÁrið 2013 var sett í barnalög skyldubundin sáttameðferð við skilnað eða sambúðarslit tveggja aðila sem eiga saman barn. „Með því að setja þetta inn í barnalögin hefur þekkingin og reynslan á sáttamiðlun aukist. Við sjáum að miklu færri mál eru að fara fyrir dómara og í úrskurð hjá sýslumanni,“ segir Dagný. Árið 2014 kom 351 slíkt mál á borð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og þar af fór 261 þeirra í sáttamiðlun. „Þetta hefur gefið góða raun og í rauninni ætti það að vera þannig að ef upp kemur deila þá sé sáttamiðlun fyrsta skrefið sem er reynt en ekki dómskerfið,“ segir Dagný. Hún segir sáttamiðlun eiga við í hinum ýmsu málum, bæði einkamálum og sakamálum. „Íslendingar eru bara alltaf svolítið seinir til, og ef við horfum á löndin í kringum okkur þá er þetta úrræði notað mun meira þar en hér. Á málþinginu munum við heyra hvernig þetta gengur til í Skotlandi en ætla má að Skotar séu um tíu árum á undan okkur í þessu,“ segir hún. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekur undir orð Dagnýjar og segir að hægt væri að notast við sáttamiðlun í mun meiri mæli en gert er. „Þetta er mjög gott úrræði og það er sorglegt hvað það er lítið notað. Ég held að þetta gæti verið stórgott úrræði í ýmsum sakamálum,“ segir Kolbrún. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Við erum að fá hingað þennan frábæra sérfræðing frá Skotlandi sem er framkvæmdastjóri Scottish Mediation og hann ætlar að segja okkur hvernig Skotar hafa verið að gera þetta,“ segir Dagný Rut Haraldsdóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur og stjórnarmaður Sáttar. Í dag klukkan 15 verður haldið málþing um sáttamiðlun í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem Graham Boyack mun flytja erindi um innleiðingu sáttamiðlunar í Skotlandi. Sátt, félag um sáttamiðlun heldur málþingið og segir Dagný sáttamiðlun vera að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Sáttamiðlun er það kallað þegar hlutlaus þriðji aðili leiðir og stýrir ferli þar sem markmiðið er að hjálpa málsaðilum að ná samkomulagi,“ segir Dagný. „Þetta ferli má nota í hinum ýmsu málum, til dæmis við nágrannaerjur, í viðskiptum og í rauninni á þetta heima alls staðar þar sem fólk á í deilum,“ bætir hún við. Dagný segir mun ódýrara að útkljá ýmis mál með sáttamiðlun en í dómskerfinu. „Þetta kostar okkur miklu minna ef talið er beint í beinum peningum og líka ef við lítum á tíma,“ segir hún. „Svona getum við leyst flókin mál með nokkrum fundum sem taka í mesta lagi nokkrar vikur á móti mörgum mánuðum eða jafnvel árum í dómskerfinu,“ segir hún.Dagný Rut HaraldsdóttirÁrið 2013 var sett í barnalög skyldubundin sáttameðferð við skilnað eða sambúðarslit tveggja aðila sem eiga saman barn. „Með því að setja þetta inn í barnalögin hefur þekkingin og reynslan á sáttamiðlun aukist. Við sjáum að miklu færri mál eru að fara fyrir dómara og í úrskurð hjá sýslumanni,“ segir Dagný. Árið 2014 kom 351 slíkt mál á borð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og þar af fór 261 þeirra í sáttamiðlun. „Þetta hefur gefið góða raun og í rauninni ætti það að vera þannig að ef upp kemur deila þá sé sáttamiðlun fyrsta skrefið sem er reynt en ekki dómskerfið,“ segir Dagný. Hún segir sáttamiðlun eiga við í hinum ýmsu málum, bæði einkamálum og sakamálum. „Íslendingar eru bara alltaf svolítið seinir til, og ef við horfum á löndin í kringum okkur þá er þetta úrræði notað mun meira þar en hér. Á málþinginu munum við heyra hvernig þetta gengur til í Skotlandi en ætla má að Skotar séu um tíu árum á undan okkur í þessu,“ segir hún. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekur undir orð Dagnýjar og segir að hægt væri að notast við sáttamiðlun í mun meiri mæli en gert er. „Þetta er mjög gott úrræði og það er sorglegt hvað það er lítið notað. Ég held að þetta gæti verið stórgott úrræði í ýmsum sakamálum,“ segir Kolbrún.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira