Lýsa yfir vilja til að efla samfélagslega nýsköpun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. nóvember 2019 06:00 Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í dag verður undirrituð viljayfirlýsing nýsköpunarráðherra, Háskóla Íslands og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans um samstarf til að efla samfélagslega nýsköpun. Verður unnið að því að auka möguleika félagasamtaka á að starfa að félagslegum umbótum innan stofnunar sem fær heitið Vaxandi – miðstöð samfélagslegrar nýsköpunar. „Við stefnum að því að skapa vettvang félaga og almennra borgara til að þróa hugmyndir og lausnir við að bæta samfélagið og gera þær sjálfbærar,“ segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, en verkefnið grundvallast á tíu ára rannsóknarvinnu hans og Steinunnar Hrafnsdóttur, sem einnig er prófessor við sama svið. Samfélagsleg nýsköpun tengist hinum svokallaða þriðja geira. Þriðji geirinn, eða félagshagkerfið, er í raun það starf sem hvorki heyrir til hins opinbera né einkageirans. Hér eru á ferðinni félagasamtök að stærstum hluta en í sumum tilvikum sjálfseignarstofnanir, samvinnufélög og jafnvel hlutafélög. Það sem einkennir þennan rekstur er að ekki er sóst eftir hagnaði, félagsleg gildi eru höfð að leiðarljósi og verkefni eru unnin að einhverju leyti í sjálfboðavinnu. Yfirlýsingin verður undirrituð klukkan 10 í sal Þjóðminjasafnsins. Ávörp flytja Ómar, Steinunn, Jón Atli Benediktsson rektor, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra, Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Lars Hulgaard, prófessor við Hróarskelduháskóla. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Í dag verður undirrituð viljayfirlýsing nýsköpunarráðherra, Háskóla Íslands og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans um samstarf til að efla samfélagslega nýsköpun. Verður unnið að því að auka möguleika félagasamtaka á að starfa að félagslegum umbótum innan stofnunar sem fær heitið Vaxandi – miðstöð samfélagslegrar nýsköpunar. „Við stefnum að því að skapa vettvang félaga og almennra borgara til að þróa hugmyndir og lausnir við að bæta samfélagið og gera þær sjálfbærar,“ segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, en verkefnið grundvallast á tíu ára rannsóknarvinnu hans og Steinunnar Hrafnsdóttur, sem einnig er prófessor við sama svið. Samfélagsleg nýsköpun tengist hinum svokallaða þriðja geira. Þriðji geirinn, eða félagshagkerfið, er í raun það starf sem hvorki heyrir til hins opinbera né einkageirans. Hér eru á ferðinni félagasamtök að stærstum hluta en í sumum tilvikum sjálfseignarstofnanir, samvinnufélög og jafnvel hlutafélög. Það sem einkennir þennan rekstur er að ekki er sóst eftir hagnaði, félagsleg gildi eru höfð að leiðarljósi og verkefni eru unnin að einhverju leyti í sjálfboðavinnu. Yfirlýsingin verður undirrituð klukkan 10 í sal Þjóðminjasafnsins. Ávörp flytja Ómar, Steinunn, Jón Atli Benediktsson rektor, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra, Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Lars Hulgaard, prófessor við Hróarskelduháskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira