Gerðu umfangsmiklar árásir á Írana í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2019 11:57 Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. EPA/ABIR SULTAN Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. Skotmörkin voru nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og í Gólanhæðum. Eftirlitsaðilar segja minnst ellefu hafa látið lífið, þar af hafi sjö líklega verið frá Íran. Ísraelsher segist hafa skotið niður fjórar eldflaugar sem skotið hafi verið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Því hafi árásirnar verið gerðar í nótt og nú séu þeir undirbúnir fyrir frekari aðgerðir Írana í hefndarskyni.„Ég hef sagt að ef einhver skaði okkur, munum við skaða hann,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Skotmörkin sem um ræðir eru sögð tengjast Uppreisnarvörðum Íran og eitt skotmarkið var á alþjóðaflugvelli Damaskus en Ísraelar segja þá aðstöðu hafa verið notaða til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Sýrlands og annarra ríkja á svæðinu.Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael.We hold the Syrian regime responsible for the actions that take place in Syrian territory and warn them against allowing further attacks against Israel. We will continue operating firmly and for as long as necessary against the Iranian entrenchment in Syria. — Israel Defense Forces (@IDF) November 20, 2019 Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst ellefu hafi fallið í árás Ísrael og sjö þeirra hafi verið erlendir. Yfirvöld Sýrlands segja hins vegar að tveir borgarar hafi fallið og að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Nokkrir hafi særst í árásunum. „Skilaboð okkar til leiðtoga Íran eru einföld,“ sagði Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael. „Þið eruð ekki ónæmir lengur. Hvert sem þið sendið kolkrabba-arma ykkar, þá munum við höggva þá af.“ Hér má sjá myndband frá Damaskus í nótt sem sýnir loftvarnaeldflaug sem virðist falla til jarðar í borginni skömmu eftir skot. Times of Israel segir mögulegt að rekja megi mannfall meðal almennra borgara til þessa atviks. Ísrael Sýrland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. Skotmörkin voru nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og í Gólanhæðum. Eftirlitsaðilar segja minnst ellefu hafa látið lífið, þar af hafi sjö líklega verið frá Íran. Ísraelsher segist hafa skotið niður fjórar eldflaugar sem skotið hafi verið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Því hafi árásirnar verið gerðar í nótt og nú séu þeir undirbúnir fyrir frekari aðgerðir Írana í hefndarskyni.„Ég hef sagt að ef einhver skaði okkur, munum við skaða hann,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Skotmörkin sem um ræðir eru sögð tengjast Uppreisnarvörðum Íran og eitt skotmarkið var á alþjóðaflugvelli Damaskus en Ísraelar segja þá aðstöðu hafa verið notaða til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Sýrlands og annarra ríkja á svæðinu.Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael.We hold the Syrian regime responsible for the actions that take place in Syrian territory and warn them against allowing further attacks against Israel. We will continue operating firmly and for as long as necessary against the Iranian entrenchment in Syria. — Israel Defense Forces (@IDF) November 20, 2019 Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst ellefu hafi fallið í árás Ísrael og sjö þeirra hafi verið erlendir. Yfirvöld Sýrlands segja hins vegar að tveir borgarar hafi fallið og að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Nokkrir hafi særst í árásunum. „Skilaboð okkar til leiðtoga Íran eru einföld,“ sagði Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael. „Þið eruð ekki ónæmir lengur. Hvert sem þið sendið kolkrabba-arma ykkar, þá munum við höggva þá af.“ Hér má sjá myndband frá Damaskus í nótt sem sýnir loftvarnaeldflaug sem virðist falla til jarðar í borginni skömmu eftir skot. Times of Israel segir mögulegt að rekja megi mannfall meðal almennra borgara til þessa atviks.
Ísrael Sýrland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira