Hroki, hleypidómar og meðalvegurinn Jón Birgir Eiríksson skrifar 20. nóvember 2019 09:00 Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Samherjaskjölin Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun