Enski boltinn

Klopp: Þurfti að setja frosinn markmann inn á

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Adrian þurfti að reyna að verja aukaspyrnu Dunk um leið og hann kom inn á
Adrian þurfti að reyna að verja aukaspyrnu Dunk um leið og hann kom inn á vísir/getty
Jurgen Klopp hrósaði sínum mönnum fyrir að sína karakter í 2-1 sigrinum á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool þurfti að spila með 10 menn síðasta korterið eftir að Alisson var rekinn af velli. Staðan var þá 2-0 fyrir Liverpool eftir tvö mörk frá Virgil van Dijk.

„Lífið varð erfiðara með rauða spjaldinu og breytingunni sem við þurftum að gera,“ sagði Klopp.

Lewis Dunk minnkaði metin fyrir Brighton beint úr aukaspyrnu en Brighton komst ekki nær, leikurinn fór 2-1 fyrir Liverpool.

„Við settum frosinn markmann inn á. Allir þeir sem sátu á vellinum eru örugglega enn kaldir. Ímyndið ykkur að þurfa svo að fara í stuttbuxum og þunnum bol inn á og reyna að verja aukaspyrnu.“

Klopp var ánægður með að hans leikmenn náðu að standast pressuna frá Brighton á lokamínútunum.

„Ég er mjög, mjög ánægður með vinnuframlagið sem strákarnir settu í leikinn. Ég er mjög stoltur af viljanum sem þeir sýndu.“

Liverpool er nú með 11 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×