Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir vímuefnaneytendur sprauti sig með óþekktum efnum í fangelsum. Mynd/Fréttablaðið Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15