Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 23:07 Rannsóknarskýrsla eftirlitsnefndar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á rannsókn FBI á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. AP Photo/Jon Elswick Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur haldið því fram að Alríkislögreglan hafi verið á nornaveiðum þegar hún hóf rannsókn á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar var gefin út í dag og er öllum ásökunum Trumps og stuðningsmanna hans um hlutdrægni hafnað. Þrátt fyrir það var greint frá því í skýrslunni að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókninni og að ekki hafi verið gætt nógu vel að valdbraut innan stofnunarinnar hafi verið virt. Talið er líklegt að þessir vankantar verði notaðir af Repúblikönum sem styðja Trump í rannsókn fulltrúadeildarinnar á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Þá kemur fram í skýrslunni að 17 brot hafi verið framin af FBI þegar sótt var um eftirlitsheimild hjá FISA dómstólnum til að fylgjast með samskiptum Carter Page, sem var ráðgjafi Trumps í framboðinu. Page hefur bæði búið og starfað í Rússlandi. Þá hafi lögmaðurinn sem fór með umsjón rannsóknarinnar falsað tölvupóst frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í umsóknarferlinu, FBI starfsmenn hafi haldið upplýsingum leyndum í umsóknarferlinu og margt fleira. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslunni að ekkert benti til þess að nokkur pólitísk hlutdrægni eða að rannsókninni hafi verið hrint af stað á röngum forsendum. Þá hafi mistök Alríkislögreglunnar ekki veið gerð af ásettu ráði. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur haldið því fram að Alríkislögreglan hafi verið á nornaveiðum þegar hún hóf rannsókn á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar var gefin út í dag og er öllum ásökunum Trumps og stuðningsmanna hans um hlutdrægni hafnað. Þrátt fyrir það var greint frá því í skýrslunni að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókninni og að ekki hafi verið gætt nógu vel að valdbraut innan stofnunarinnar hafi verið virt. Talið er líklegt að þessir vankantar verði notaðir af Repúblikönum sem styðja Trump í rannsókn fulltrúadeildarinnar á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Þá kemur fram í skýrslunni að 17 brot hafi verið framin af FBI þegar sótt var um eftirlitsheimild hjá FISA dómstólnum til að fylgjast með samskiptum Carter Page, sem var ráðgjafi Trumps í framboðinu. Page hefur bæði búið og starfað í Rússlandi. Þá hafi lögmaðurinn sem fór með umsjón rannsóknarinnar falsað tölvupóst frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í umsóknarferlinu, FBI starfsmenn hafi haldið upplýsingum leyndum í umsóknarferlinu og margt fleira. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslunni að ekkert benti til þess að nokkur pólitísk hlutdrægni eða að rannsókninni hafi verið hrint af stað á röngum forsendum. Þá hafi mistök Alríkislögreglunnar ekki veið gerð af ásettu ráði.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07
Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30