Brady og félagar töpuðu aftur og toppslagurinn bauð upp á heil 94 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 11:00 Það gengur illa hjá Tom Brady og félögum þessa dagana. Getty/Maddie Meyer Baltimore Ravens og KansasCityChiefs sýndu styrk sinn og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en besti leikur gærdagsins á milli Saints og 49ers var án efa einnig besti leikur tímabilsins til þessa.NewOrleansSaints og SanFrancisco49ers, tvö af bestu liðum deildarinnar, mættust í mögnuðu leik í Superdome í NewOrleans og úrslitin réðust á vallarmarki í blálokin eftir að félögin höfðu skorað samtals 94 stig. SanFrancisco49ers vann 48-46 og steig um leið stórt skref í að verða efst í Þjóðadeildinni þar sem þessi bæði sterku lið voru að berjast um toppsætið. Liðin skiptu fimm sinnum um forystu og buðu samtals upp á alls 981 jarda og tólf snertimörkum í þessum stórskemmtilega leik. Sparkarinn RobbieGould tryggði SanFrancisco49ers síðan sigurinn eftir að JimmyGaroppolo hafði fundið GeorgeKittle á lífsnauðsynlegri fjórðu tilraun.SanFrancisco49ers er því komið á toppinn í Þjóðadeildinni og í viðbót þá mistókst SeattleSeahawks liðinu að komast upp að hlið SanFrancisco liðsins. SeattleSeahawks tapaði nefnilega á móti Los Angeles Rams í kvöldleiknum. Los Angeles Rams liðið varð að vinna og á nú enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Patrick Mahomes, besti leikmaður síðasta tímabils, hafði betur í baráttunni við Tom Brady, besta leikmann allra tíma, þegar KansasCityChiefs vann 23-16 sigur á NFL-meisturum New England Patriots. Með sigrinum tryggði KansasCityChiefs sér efsta sætið í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar.New England Patriots var að tapa öðrum leiknum í röð en núna tapaði liðið á heimavelli sem hafði ekki gerst síðan í október 2017 eða í um 26 mánuði. Tom Brady og félagar byrjuðu tímabilið frábærlega en hafa nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið fékk létt prógramm framan af og hefur ekki átt mörg svör á móti betri liðum deildarinnar.BaltimoreRavens varð fyrsta liðið í Ameríkudeildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna 24-17 útisigur á BuffaloBills. Þetta var níundi sigurleikur Hrafnanna í röð sem er nýtt met. Lamar Jackson kastaði fyrir þremur snertimörkum og er áfram líklegastur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Los Angeles Rams - Seattle Seahawks 28-12 New England Patriots - Kansas City Chiefs 16-23 Arizona Cardinals - Pittsburgh Steelers 17-23 Oakland Raiders - Tennessee Titans 21-42 Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers 10-45 Buffalo Bills - Baltimore Ravens 17-24 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 40-20 Cleveland Browns - Cincinnati Bengals 27-19 Houston Texans - Denver Broncos 24-38 Minnesota Vikings - Detroit Lions 20-7 Tampa Bay Buccaneers - Indianapolis Colts 38-35 New York Jets - Miami Dolphins 22-21 New Orleans Saints - San Francisco 49ers 46-48 Green Bay Packers - Washington Redskins 20-15ÞjóðadeildinAustur Dallas Cowboys 6-7 Philadelphia Eagles 5-7 Washington Redskins 3-10 New York Giants 2-10Norður Green Bay Packers 10-3 Minnesota Vikings 9-4 Chicago Bears 7-6 Detroit Lions 3-9Suður New Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 6-7 Carolina Panthers 5-8 Atlanta Falcons 4-9Vestur San Francisco 49ers 11-2 Seattle Seahawks 10-3 Los Angeles Rams 8-5 Arizona Cardinals 3-9AmeríkudeildinAustur New England Patriots 10-3 Buffalo Bills 9-4 New York Jets 5-8 Miami Dolphins 3-10Norður Baltimore Ravens 11-2 Pittsburgh Steelers 8-5 Cleveland Browns 6-7 Cincinnati Bengals 1-12Suður Houston Texans 8-5 Tennessee Titans 8-5 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 4-9Vestur Kansas City Chiefs 9-4 Oakland Raiders 6-7 Denver Broncos 5-8 Los Angeles Chargers 5-8 NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Baltimore Ravens og KansasCityChiefs sýndu styrk sinn og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en besti leikur gærdagsins á milli Saints og 49ers var án efa einnig besti leikur tímabilsins til þessa.NewOrleansSaints og SanFrancisco49ers, tvö af bestu liðum deildarinnar, mættust í mögnuðu leik í Superdome í NewOrleans og úrslitin réðust á vallarmarki í blálokin eftir að félögin höfðu skorað samtals 94 stig. SanFrancisco49ers vann 48-46 og steig um leið stórt skref í að verða efst í Þjóðadeildinni þar sem þessi bæði sterku lið voru að berjast um toppsætið. Liðin skiptu fimm sinnum um forystu og buðu samtals upp á alls 981 jarda og tólf snertimörkum í þessum stórskemmtilega leik. Sparkarinn RobbieGould tryggði SanFrancisco49ers síðan sigurinn eftir að JimmyGaroppolo hafði fundið GeorgeKittle á lífsnauðsynlegri fjórðu tilraun.SanFrancisco49ers er því komið á toppinn í Þjóðadeildinni og í viðbót þá mistókst SeattleSeahawks liðinu að komast upp að hlið SanFrancisco liðsins. SeattleSeahawks tapaði nefnilega á móti Los Angeles Rams í kvöldleiknum. Los Angeles Rams liðið varð að vinna og á nú enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Patrick Mahomes, besti leikmaður síðasta tímabils, hafði betur í baráttunni við Tom Brady, besta leikmann allra tíma, þegar KansasCityChiefs vann 23-16 sigur á NFL-meisturum New England Patriots. Með sigrinum tryggði KansasCityChiefs sér efsta sætið í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar.New England Patriots var að tapa öðrum leiknum í röð en núna tapaði liðið á heimavelli sem hafði ekki gerst síðan í október 2017 eða í um 26 mánuði. Tom Brady og félagar byrjuðu tímabilið frábærlega en hafa nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið fékk létt prógramm framan af og hefur ekki átt mörg svör á móti betri liðum deildarinnar.BaltimoreRavens varð fyrsta liðið í Ameríkudeildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna 24-17 útisigur á BuffaloBills. Þetta var níundi sigurleikur Hrafnanna í röð sem er nýtt met. Lamar Jackson kastaði fyrir þremur snertimörkum og er áfram líklegastur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Los Angeles Rams - Seattle Seahawks 28-12 New England Patriots - Kansas City Chiefs 16-23 Arizona Cardinals - Pittsburgh Steelers 17-23 Oakland Raiders - Tennessee Titans 21-42 Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers 10-45 Buffalo Bills - Baltimore Ravens 17-24 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 40-20 Cleveland Browns - Cincinnati Bengals 27-19 Houston Texans - Denver Broncos 24-38 Minnesota Vikings - Detroit Lions 20-7 Tampa Bay Buccaneers - Indianapolis Colts 38-35 New York Jets - Miami Dolphins 22-21 New Orleans Saints - San Francisco 49ers 46-48 Green Bay Packers - Washington Redskins 20-15ÞjóðadeildinAustur Dallas Cowboys 6-7 Philadelphia Eagles 5-7 Washington Redskins 3-10 New York Giants 2-10Norður Green Bay Packers 10-3 Minnesota Vikings 9-4 Chicago Bears 7-6 Detroit Lions 3-9Suður New Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 6-7 Carolina Panthers 5-8 Atlanta Falcons 4-9Vestur San Francisco 49ers 11-2 Seattle Seahawks 10-3 Los Angeles Rams 8-5 Arizona Cardinals 3-9AmeríkudeildinAustur New England Patriots 10-3 Buffalo Bills 9-4 New York Jets 5-8 Miami Dolphins 3-10Norður Baltimore Ravens 11-2 Pittsburgh Steelers 8-5 Cleveland Browns 6-7 Cincinnati Bengals 1-12Suður Houston Texans 8-5 Tennessee Titans 8-5 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 4-9Vestur Kansas City Chiefs 9-4 Oakland Raiders 6-7 Denver Broncos 5-8 Los Angeles Chargers 5-8
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira