Lífið

Stjörnur SNL hæðast að stemmningunni á leið­toga­fundi NATO

Atli Ísleifsson skrifar
Leiðtogar heimsins á kaffistofunni.
Leiðtogar heimsins á kaffistofunni.

Stjörnum prýddur hópur grínista hæddist að stemmningunni á nýlegum leiðtogafundi NATO í grínþættinum Saturday Night Live í gærkvöldi. Atriðið á að eiga sér stað á kaffistofunni á leiðtogafundinum þar sem sjá má leiðtoga nokkurra aðildarríkja NATO eiga í samskiptum.

Má segja að handritshöfundar hafi sótt innblástur í atvik sem náðist á myndband þar sem mátti sjá Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baktala Donald Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann stóð með Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Trump sakaði í Trudeau í kjölfarið um að vera tvöfaldan í roðinu.

Óhætt er að segja að það sé stjörnum prýddur hópur leikara og grínista sem taka þátt í atriðinu.

Alec Baldwin fer með hlutverk Donald Trump, Jimmy Fallon fer með hlutverk Trudeau, Paul Rudd fer með hlutverk Macron, James Corden fer með hlutverk Boris Johnson og Kate McKinnon hlutverk Angelu Merkel Þýskalandskanslara svo að einhverjir séu nefndir.

Sömuleiðis má sjá leikara fara með hlutverk Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Melaniu Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, og Egils Levits Lettlandsforseta.

Sjá má atriðið að neðan.


Tengdar fréttir

Sakar Tru­deau um að vera tvö­faldan í roðinu

Myndband sem sýnir Boris Johnson, Justin Trudeau, Mark Rutte og Emmanuel Macron gera grín á kostnað Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.