Segist hafa verið beðin um að segja ekki frá nauðgun þar sem slíkt kæmi föður sínum illa Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 13:16 Bob Hawke er einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu. Getty Dóttir Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, segir að sér hafi verið nauðgað snemma á níunda áratugnum en að hún hafi verið beðin um að þegja þunnu hljóði til að koma í veg fyrir að skaða ekki stjórnmálaferil föður síns. Ásakanir Rosslyn Dillon koma fram í réttargögnum sem ástralska síðan New Daily hefur komist yfir. Segir hún að Bill Landeryou, fyrrverandi þingmaður og samflokksmaður Hawke, hafi nauðgað sér. Bæði Hawke og Landeryou eru nú látnir. Í frétt BBC segir að hin 59 ára Dillon sæki nú fjórar milljónir ástralskra dala í dánarbú föður síns, um 270 milljónir íslenskra króna. Segir í gögnunum að Dillon segi Landeryou hafa nauðgað sér árið 1983, á þeim tíma er hún starfaði á skrifstofu þingmannsins og Hawke sóttist eftir því að verða leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins. Dillon segir að hún hafi þrívegis orðið fyrir kynferðisofbeldi. Eftir þriðja atvikið hafi hún rætt málið við föður sinn og að hún hugðist leita með málið til lögreglu. Þá eigi Hawke að hafa sagt: „Það getur þú ekki gert. Ég get ekki verið með nein deilumál núna. Mér þykir það leitt en ég sækist nú eftir því að leiða Verkamannaflokkinn.“Fjölskyldan meðvituð Sue Pieters-Hawke, systir Rosslyn Dillon, segir fjölskylduna hafa verið meðvitaða um ásakanirnar á þeim tíma. „Hún sagði fólki frá þessu á sínum tíma. Ég tel að viðbrögðin hafi verið stuðningsrík en það fól ekki í sér að leitað var til réttarkerfisins,“ segir Pieters-Hawke. Landeryou var þingmaður á árunum 1976 til 1992 og eru þeir Hawke sagðir hafa átt í góðum samskiptum í forsætisráðherratíð Hawke, frá 1983 til 1991. Ástralía Tengdar fréttir Einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu er látinn Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, er látinn, 89 ára að aldri. 16. maí 2019 23:41 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Dóttir Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, segir að sér hafi verið nauðgað snemma á níunda áratugnum en að hún hafi verið beðin um að þegja þunnu hljóði til að koma í veg fyrir að skaða ekki stjórnmálaferil föður síns. Ásakanir Rosslyn Dillon koma fram í réttargögnum sem ástralska síðan New Daily hefur komist yfir. Segir hún að Bill Landeryou, fyrrverandi þingmaður og samflokksmaður Hawke, hafi nauðgað sér. Bæði Hawke og Landeryou eru nú látnir. Í frétt BBC segir að hin 59 ára Dillon sæki nú fjórar milljónir ástralskra dala í dánarbú föður síns, um 270 milljónir íslenskra króna. Segir í gögnunum að Dillon segi Landeryou hafa nauðgað sér árið 1983, á þeim tíma er hún starfaði á skrifstofu þingmannsins og Hawke sóttist eftir því að verða leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins. Dillon segir að hún hafi þrívegis orðið fyrir kynferðisofbeldi. Eftir þriðja atvikið hafi hún rætt málið við föður sinn og að hún hugðist leita með málið til lögreglu. Þá eigi Hawke að hafa sagt: „Það getur þú ekki gert. Ég get ekki verið með nein deilumál núna. Mér þykir það leitt en ég sækist nú eftir því að leiða Verkamannaflokkinn.“Fjölskyldan meðvituð Sue Pieters-Hawke, systir Rosslyn Dillon, segir fjölskylduna hafa verið meðvitaða um ásakanirnar á þeim tíma. „Hún sagði fólki frá þessu á sínum tíma. Ég tel að viðbrögðin hafi verið stuðningsrík en það fól ekki í sér að leitað var til réttarkerfisins,“ segir Pieters-Hawke. Landeryou var þingmaður á árunum 1976 til 1992 og eru þeir Hawke sagðir hafa átt í góðum samskiptum í forsætisráðherratíð Hawke, frá 1983 til 1991.
Ástralía Tengdar fréttir Einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu er látinn Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, er látinn, 89 ára að aldri. 16. maí 2019 23:41 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu er látinn Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, er látinn, 89 ára að aldri. 16. maí 2019 23:41