Tvö heimilisofbeldismál á dag á borð lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2019 10:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Stöð 2 Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira