Borgarleikhúsið setur upp verk um Villa Vill: „Tvær hliðar á sömu plötunni“ Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 16:30 Áður hefur verið sett upp verk um systur Vilhjálms. Elly. Vísir/Hanna Leikverk byggt á ævi söngvarans Vilhjálms Hólmars Vilhjálmssonar verður sett upp á fjölum Borgarleikhússins á næsta leikári. Höfundar verksins eru þeir sömu og settu upp vinsælasta leikverk Borgarleikhússins frá upphafi, Elly. Leikstjóri verksins segir að um sé að ræða aðra hlið á sömu plötunni. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri er annar höfunda fyrirhugaðs verks, ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Í samtali við Vísi segir Gísli Örn að hugmyndin að verki um Villa hafi sprottið upp áður en að ákveðið var að setja Elly á svið. „Hugmyndin að Villa sprettur upp áður en við ákveðum að setja upp Elly, það eru örugglega komin fimm ár síðan,“ sagði Gísli Örn. Elly sem frumsýnd var í mars 2017 varð með tímanum vinsælasta sýning Borgarleikhússins, ekkert verk hefur verið sýnt jafn oft og yfir hundrað þúsund manns sáu verkið í Borgarleikhúsinu.Lést 33 ára að aldri Gísli segir að líklegast verði stokkað upp í leikaraliðinu. „Nú erum við að stíga skref til baka frá Elly og byrja upp á nýtt.“ Verkið sé þó ekki komið á það stig að nokkuð sé ráðið í þeim efnum. Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist 11. apríl árið 1945 í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum. Villi var yngstur fimm systkina, Elly var næst elst systkinanna. Villi hóf árið 1965 að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal en tónlistin varð aðalstarf Vilhjálms árið 1967. Villi og Elly sungu jafnan saman og kom platan Systkinin Vilhjálmur og Elly syngja saman árið 1969. Unnu þau alls fjórar plötur saman og náðu þær allar miklum vinsældum. Vilhjálmur lauk flugnámi og fluttist búferlum til Lúxemborgar árið 1970. Átta árum síðar lét hann lífið í smáríkinu í sviplegu umferðarslysi. Gísli Örn segir að í verkinu verði ævisagan Villa rakin. „Ævi Vilhjálms varð þó ekki löng, því miður.“ Gísli Örn Garðarson er annar höfunda verksins.Vísir/GettyVinnur að mörgum verkefnum en hlutirnir skýrast eftir áramót Gísli Örn segir að við undirbúningsvinnu verði rétt við þá sem þekktu Vilhjálm, þar á meðal börn hans. „Áður en við settum upp Elly ræddum við alla sem þekktu Villa og Elly og fengum að heyra fullt af sögum,“ segir Gísli og bætir við að nú hefjist það starf aftur. „Við ákváðum að setja Villa upp af því að við þekkjum lögin hans svo vel en þekki hann svo lítið,“ segir Gísli Örn.Ekki er ljóst hvenær verkið verður frumsýnt en Gísli Örn segir að nú fari vinna í hönd og frekari upplýsingar verði til reiðu fljótlega eftir áramót. Nú er verkefnið hjá Gísla Erni hins vegar stórt, að finna Villa.Uppfært klukkan 19:00: Fréttin var uppfærð til að árétta að áætlað er að sýningin verði frumsýnd á næsta leikári Borgarleikhússins, það er árið 2020-2021. Leikhús Reykjavík Tónlist Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikverk byggt á ævi söngvarans Vilhjálms Hólmars Vilhjálmssonar verður sett upp á fjölum Borgarleikhússins á næsta leikári. Höfundar verksins eru þeir sömu og settu upp vinsælasta leikverk Borgarleikhússins frá upphafi, Elly. Leikstjóri verksins segir að um sé að ræða aðra hlið á sömu plötunni. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri er annar höfunda fyrirhugaðs verks, ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Í samtali við Vísi segir Gísli Örn að hugmyndin að verki um Villa hafi sprottið upp áður en að ákveðið var að setja Elly á svið. „Hugmyndin að Villa sprettur upp áður en við ákveðum að setja upp Elly, það eru örugglega komin fimm ár síðan,“ sagði Gísli Örn. Elly sem frumsýnd var í mars 2017 varð með tímanum vinsælasta sýning Borgarleikhússins, ekkert verk hefur verið sýnt jafn oft og yfir hundrað þúsund manns sáu verkið í Borgarleikhúsinu.Lést 33 ára að aldri Gísli segir að líklegast verði stokkað upp í leikaraliðinu. „Nú erum við að stíga skref til baka frá Elly og byrja upp á nýtt.“ Verkið sé þó ekki komið á það stig að nokkuð sé ráðið í þeim efnum. Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist 11. apríl árið 1945 í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum. Villi var yngstur fimm systkina, Elly var næst elst systkinanna. Villi hóf árið 1965 að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal en tónlistin varð aðalstarf Vilhjálms árið 1967. Villi og Elly sungu jafnan saman og kom platan Systkinin Vilhjálmur og Elly syngja saman árið 1969. Unnu þau alls fjórar plötur saman og náðu þær allar miklum vinsældum. Vilhjálmur lauk flugnámi og fluttist búferlum til Lúxemborgar árið 1970. Átta árum síðar lét hann lífið í smáríkinu í sviplegu umferðarslysi. Gísli Örn segir að í verkinu verði ævisagan Villa rakin. „Ævi Vilhjálms varð þó ekki löng, því miður.“ Gísli Örn Garðarson er annar höfunda verksins.Vísir/GettyVinnur að mörgum verkefnum en hlutirnir skýrast eftir áramót Gísli Örn segir að við undirbúningsvinnu verði rétt við þá sem þekktu Vilhjálm, þar á meðal börn hans. „Áður en við settum upp Elly ræddum við alla sem þekktu Villa og Elly og fengum að heyra fullt af sögum,“ segir Gísli og bætir við að nú hefjist það starf aftur. „Við ákváðum að setja Villa upp af því að við þekkjum lögin hans svo vel en þekki hann svo lítið,“ segir Gísli Örn.Ekki er ljóst hvenær verkið verður frumsýnt en Gísli Örn segir að nú fari vinna í hönd og frekari upplýsingar verði til reiðu fljótlega eftir áramót. Nú er verkefnið hjá Gísla Erni hins vegar stórt, að finna Villa.Uppfært klukkan 19:00: Fréttin var uppfærð til að árétta að áætlað er að sýningin verði frumsýnd á næsta leikári Borgarleikhússins, það er árið 2020-2021.
Leikhús Reykjavík Tónlist Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira