Verkalýðshreyfingin áberandi í mótmælunum á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 14:35 Alls koma tólf samtök að mótmælaaðgerðunum í dag. Vísir/Stefán Óli Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli
Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira