Enski boltinn

Fyrrverandi aðstoðarmaður Guðjóns tekur við Watford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pearson fær það verkefni að reyna að halda Watford í ensku úrvalsdeildinni.
Pearson fær það verkefni að reyna að halda Watford í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Watford hefur ráðið Nigel Pearson sem knattspyrnustjóra liðsins til loka tímabilsins.



Pearson er þriðji stjóri Watford á tímabilinu. Javi Gracia var stjóri þess í upphafi tímabils en var rekinn 7. september. Quique Sánchez Flores tók við af Gracia en var sagt upp á sunnudaginn.

Watford er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig, sjö stigum frá öruggu sæti.

Næsti leikur Watford er gegn Crystal Palace á morgun. Hayden Mullins stýrir Watford í leiknum, líkt og hann gerði í 2-0 tapinu fyrir Leicester City á miðvikudaginn.

Pearson var síðast við stjórnvölinn hjá OH Leuven í Belgíu. Hann hefur einnig stýrt Carlisle United, Southampton, Leicester City, Hull City og Derby County á Englandi.

Hann var einnig aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke um tveggja ára skeið í upphafi aldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×