Enski boltinn

Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley

Aron Guðmundsson skrifar
Broja fagnar jöfnunarmarki sínu í dag
Broja fagnar jöfnunarmarki sínu í dag Vísir/Getty

Fimm leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Boðið var upp á mikla dramatík þegar að Bournemouth tók á móti Burnely og hörmulegt gengi Wolves heldur áfram.

Líkt og sagt hefur verið frá fyrr í dag á Vísi gerðu Newcastle Untied og Chelsea fjögurra marka jafntefli á St. James' Park í hádegisleik umferðarinnar og núna rétt áðan tyllti Manchester City sér á topp deildarinnar með öruggum 3-0 sigri gegn West Ham. 

Á Vitality leikvanginum í Bournemouth tóku heimameinn svo á móti Burnley. Antoine Semenyo, sem er sterklega orðaður við bæði Manchester City og Manchester United þessa dagana, kom heimamönnum yfir með marki á 67.mínútú. 

Lengi vel leit út fyrir að það mark myndi nægja Bournemouth til sigurs en þegar komið var fram á lokamínútur leiksins tóks Armando Broja að jafna metin fyrir Burnley og tryggja þeim dramatískt jafntefli, 1-1. 

Úrslitin sjá til þess að Bournemouth, sem hefur fatast flugið upp á síðkastið, situr í 14.sæti með 22 stig. Burnley er í 19.sæti með 11 stig. 

Á Molineux tók botnlið deildarinnar, Wolves á móti Brentford. Wolves hefur ekki unnið leik á tímabilinu til þessa og ekki breyttist það í dag. Keane Lewis-Potter skoraði bæði mörk Brentford í 2-0 sigri liðsins. Fimmtánda tap Wolves á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni staðreynd. Liðið situr fast við botn deildarinnar með aðeins tvö stig. Brentford er í 12.sæti með 23 stig. 

Þá gerðu Brighton og Sunderland markalaust jafntefli á AMEX leikvanginum. Sunderland er í 5.sæti deildarinnar með 27 stig. Brighton er í 9.sæti með 24 stig.

Þrír leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld og eru þeir allir sýndir á sportrásum Sýnar. Núna klukkan hálf sex hefst leikur Tottenham og Liverpool á Sýn Sport. Everton tekur svo á móti Arsenal, einnig á Sýn Sport klukkan átta. Þá mætast Leeds United og Crystal Palace á Sýn Sport 2 á sama tíma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×