Almenningur muni ekki leyfa stjórnmálastéttinni að þagga Samherjamálið niður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2019 18:04 Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. Aðsend Katrín Oddsdóttir, einn skipuleggjenda útifundar á Austurvelli á morgun, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð stjórnvalda eftir síðustu mótmæli. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi ekki lagt við hlustir.Boðað hefur verið til annars útifundar undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. „Við munum ekki gefast upp fyrr en við finnum að á okkur sé hlustað. Og það verður þá bara haldið áfram á nýja árinu með enn meiri krafti. Það er ekki ásættanlegt að það sé bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að fá alvöru breytingar.“ Katrín segist aðspurð ekki óttast það að Íslendingar gleymi málinu í bráð. „Ég held í þessu tilfelli að það sé undirliggjandi mjög rík krafa í samfélaginu. Nú vaknar fólk í tengslum við þetta Samherjamál og finnur hvað þetta er mikilvægt og það er starf okkar allra að halda þessari kröfu vakandi. Við sjáum það að oft er það von stjórnmálafólksins sem vill ekki hlusta að fólk hreinlega gleymi sér í jólaösinni og hætti að hugsa um það hvað skiptir máli í samfélaginu. Ég held það muni ekki gerast núna. Ég held að fólk sé nægilega reitt og þreytt á því að svona stór mál séu höfð að engu til þess að leyfa hreinlega stjórnmálastéttinni að komast upp með það að hundsa þetta. Ég vona innilega að við dettum ekki í þetta dá okkar, við Íslendingar, í þetta sinn, og gleymum því að við þurfum sjálf að búa til það samfélag sem við viljum eiga hérna.“Mótmælin hefjast klukkan 14.AðsendEftir síðasta útifund gagnrýndu ýmsir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslur skipuleggjenda og sögðu að Samherjamálið tengdist ekki kvótakerfinu á Íslandi. „Ég held að það geti enginn með réttu ráði haldið því fram að það sé ekki kerfislægt vandamál hvernig arðinum að auðlindum Íslands sé úthlutað; að það sé ekki kerfislægt vandamál að hér vanti okkur stórkostlega peninga í okkar sameiginlegu sjóði til að reka almennilegt heilbrigðiskerfi og menntakerfi og svo framvegis en á meðan safnast einhver hrikalegur auður til örfárra aðila sem hegða sér síðan með þeim hætti sem við sáum í Samherjamálinu. Það er ekki hægt að slíta þessi tvö mál úr samhengi.“ Baráttan fyrir réttlátara kerfi hafi staðið í langan tíma „Við höfum barist fyrir því að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands þar sem það er ljóst að það er fólkið í landinu sem fær sanngjarnan arð af sinni auðlind ár og áratugum og jafnvel öldum saman. Eina ástæðan fyrir því að það hefur ekki tekist tel ég vera að það er hérna mjög sterk valdaelíta sem stendur vörð um það að einungis ákveðnir aðilar græða á þessu. Það er í grunninn algjörlega galið að okkur hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þetta.“ Katrín segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina eftir síðasta útifund. Hún hafi ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin sé að hlusta á almenning. „…heldur var bara haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þau kannski halda að þessi aðferð muni duga núna. Hún hefur sennilega dugað þeim vel fyrir hrun en Íslendingar hafa vaknað til vitundar um það með hruninu og með Búsáhaldabyltingunni að við getum auðvitað staðið saman og krafist breytinga og þá munum við að lokum sigra. Ég held að þessi tilraun til þöggunar og að horfa í hina áttina muni engan árangur bera,“ segir Katrín. Reykjavík Samherjaskjölin Tengdar fréttir Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, einn skipuleggjenda útifundar á Austurvelli á morgun, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð stjórnvalda eftir síðustu mótmæli. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi ekki lagt við hlustir.Boðað hefur verið til annars útifundar undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. „Við munum ekki gefast upp fyrr en við finnum að á okkur sé hlustað. Og það verður þá bara haldið áfram á nýja árinu með enn meiri krafti. Það er ekki ásættanlegt að það sé bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að fá alvöru breytingar.“ Katrín segist aðspurð ekki óttast það að Íslendingar gleymi málinu í bráð. „Ég held í þessu tilfelli að það sé undirliggjandi mjög rík krafa í samfélaginu. Nú vaknar fólk í tengslum við þetta Samherjamál og finnur hvað þetta er mikilvægt og það er starf okkar allra að halda þessari kröfu vakandi. Við sjáum það að oft er það von stjórnmálafólksins sem vill ekki hlusta að fólk hreinlega gleymi sér í jólaösinni og hætti að hugsa um það hvað skiptir máli í samfélaginu. Ég held það muni ekki gerast núna. Ég held að fólk sé nægilega reitt og þreytt á því að svona stór mál séu höfð að engu til þess að leyfa hreinlega stjórnmálastéttinni að komast upp með það að hundsa þetta. Ég vona innilega að við dettum ekki í þetta dá okkar, við Íslendingar, í þetta sinn, og gleymum því að við þurfum sjálf að búa til það samfélag sem við viljum eiga hérna.“Mótmælin hefjast klukkan 14.AðsendEftir síðasta útifund gagnrýndu ýmsir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslur skipuleggjenda og sögðu að Samherjamálið tengdist ekki kvótakerfinu á Íslandi. „Ég held að það geti enginn með réttu ráði haldið því fram að það sé ekki kerfislægt vandamál hvernig arðinum að auðlindum Íslands sé úthlutað; að það sé ekki kerfislægt vandamál að hér vanti okkur stórkostlega peninga í okkar sameiginlegu sjóði til að reka almennilegt heilbrigðiskerfi og menntakerfi og svo framvegis en á meðan safnast einhver hrikalegur auður til örfárra aðila sem hegða sér síðan með þeim hætti sem við sáum í Samherjamálinu. Það er ekki hægt að slíta þessi tvö mál úr samhengi.“ Baráttan fyrir réttlátara kerfi hafi staðið í langan tíma „Við höfum barist fyrir því að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands þar sem það er ljóst að það er fólkið í landinu sem fær sanngjarnan arð af sinni auðlind ár og áratugum og jafnvel öldum saman. Eina ástæðan fyrir því að það hefur ekki tekist tel ég vera að það er hérna mjög sterk valdaelíta sem stendur vörð um það að einungis ákveðnir aðilar græða á þessu. Það er í grunninn algjörlega galið að okkur hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þetta.“ Katrín segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina eftir síðasta útifund. Hún hafi ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin sé að hlusta á almenning. „…heldur var bara haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þau kannski halda að þessi aðferð muni duga núna. Hún hefur sennilega dugað þeim vel fyrir hrun en Íslendingar hafa vaknað til vitundar um það með hruninu og með Búsáhaldabyltingunni að við getum auðvitað staðið saman og krafist breytinga og þá munum við að lokum sigra. Ég held að þessi tilraun til þöggunar og að horfa í hina áttina muni engan árangur bera,“ segir Katrín.
Reykjavík Samherjaskjölin Tengdar fréttir Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18
Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08