Enski boltinn

Tölfræði Leicester miklu betri á þessu tímabili en þegar þeir unnu titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leicester City fagnar titlinum vorið 2016. Fyrirliðinn n Wes Morgan og knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri lyfta Englandsbikarnum.
Leicester City fagnar titlinum vorið 2016. Fyrirliðinn n Wes Morgan og knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri lyfta Englandsbikarnum. Getty/Michael Regan
Leicester City er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir fimmtán fyrstu umferðirnar og er á mikilli sigurgöngu undir stjórn Brendan Rodgers.

Leicester City hefur meira að segja fengið fleiri stig en Liverpool í síðustu sjö umferðum þó það muni ennþá átta stigum á liðuunum enda er Liverpool aðeins búið að tapa stigum í einum leik af fimmtán.

Fótboltaáhugamenn hugsa örugglega ósjálfrátt til 2015-16 tímabilsins þar sem Leicester City kom öllum á óvart og varð enskur meistari eftir að hafa verið í fallbaráttu tímabilið á undan.

Það sem er þó einna athyglisverðast við frammistöðu Leicester City á þessari leiktíð að liðið er með mun betri tölfræði á þessu tímabili en á tímabilinu sem liðið vann titilinn.

Þetta má sjá á samantekt Opta hér fyrir neðan.





Leicester City hefur unnið síðustu sjö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er með 35 stig í 15 leikjum eða 2,3 að meðaltali í leik.

Leicester fékk 2,1 stig að meðaltali þegar liðið varð enskur meistari 2015-16.

Liðið er líka að skora meira í vetur og fá færri mörk á sig. Þá er liðið miklu meira með boltann eða 58 prósent á móti aðeins 42 prósentum fyrir fjórum árum síðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×