Sam Kerr best í heimi og Sara Björk númer 52 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir. Getty/ TF-Images Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu. EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu.
EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira