„Fótboltinn er hreinlega að sjúga úr mér lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 09:30 Jonjo Shelvey sér flaggið en ákveður samt að setja boltann í markið. Getty/Alex Livesey Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er orðinn mjög þreyttur á VAR eftir það sem gerðist í tapinu á móti Newcastle í gær. Jonjo Shelvey skoraði seinna mark Newcastle í leiknum en það stóð þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hafði veifað rangstöðu og margir leikmanna Sheffield United höfðu hætt að reyna að stöðva hann af þeim sökum. Jonjo Shelvey setti boltann engu að síður í markið og Varsjáin úrskurðaði síðan að Shelvey hefði ekki verið rangstæður. Markið var því dæmt gilt. „Hjartsláttur þessarar íþróttar hefur breyst,“ sagði Chris Wilder eftir leikinn.Chris Wilder has made his thoughts on VAR very clear. pic.twitter.com/OV9M0TPvVY — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019„Þessi íþrótt er gjörólík þeirri íþrótt sem ég kynntist þegar ég var sextán ára gamall lærlingur,“ sagði Wilder. „Ég veit ekki hvert hún er að fara en fótboltinn er hreinlega að sjúga lífið úr mér og stuðningsmönnunum,“ sagði Wilder. Andy Carroll kom boltanum áfram á Jonjo Shelvey en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Carroll sem seinna kom í ljós að var ekki rétt.'The most ridiculous goal you will see' Jonjo Shelvey's Newcastle goal certainly got people talking...https://t.co/10w4peZq4mpic.twitter.com/ewROFDTWMJ — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019Dómari leiksins, Stuart Attwell, flautaði hins vegar ekki í flautuna sína, og leikurinn hélt því áfram sem Jonjo Shelvey nýtti sér með því að skora. Þetta mark nánast gulltryggði Newcastle þennan 2-0 sigur. „Mér var sagt það í byrjun tímabilsins að línuvörðurinn myndi ekki lyfta flagginu sínu. Hann lyfti aftur á móti flagginu og dómarinn var að fara að flauta í flautuna sína,“ sagði Wilder. „Það stoppuðu allir á vellinum. Jonjo Shelvey setti boltann í markið en öll hans líkamstjáning sagði mér að hann sá að línuvörðurinn hafði lyft flagginu sínu og að hann vissi að hann væri rangstæður,“ sagð Wilder. „Ég vil vera að tala um okkar fyrsta tímabil aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil tala um tilraun okkar til að finna leiðir til að vinna lið eins og Newcastle. Ég vil fá að tala um fótbolta en ekki VAR einu sinni enn,“ sagði Wilder. Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er orðinn mjög þreyttur á VAR eftir það sem gerðist í tapinu á móti Newcastle í gær. Jonjo Shelvey skoraði seinna mark Newcastle í leiknum en það stóð þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hafði veifað rangstöðu og margir leikmanna Sheffield United höfðu hætt að reyna að stöðva hann af þeim sökum. Jonjo Shelvey setti boltann engu að síður í markið og Varsjáin úrskurðaði síðan að Shelvey hefði ekki verið rangstæður. Markið var því dæmt gilt. „Hjartsláttur þessarar íþróttar hefur breyst,“ sagði Chris Wilder eftir leikinn.Chris Wilder has made his thoughts on VAR very clear. pic.twitter.com/OV9M0TPvVY — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019„Þessi íþrótt er gjörólík þeirri íþrótt sem ég kynntist þegar ég var sextán ára gamall lærlingur,“ sagði Wilder. „Ég veit ekki hvert hún er að fara en fótboltinn er hreinlega að sjúga lífið úr mér og stuðningsmönnunum,“ sagði Wilder. Andy Carroll kom boltanum áfram á Jonjo Shelvey en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Carroll sem seinna kom í ljós að var ekki rétt.'The most ridiculous goal you will see' Jonjo Shelvey's Newcastle goal certainly got people talking...https://t.co/10w4peZq4mpic.twitter.com/ewROFDTWMJ — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019Dómari leiksins, Stuart Attwell, flautaði hins vegar ekki í flautuna sína, og leikurinn hélt því áfram sem Jonjo Shelvey nýtti sér með því að skora. Þetta mark nánast gulltryggði Newcastle þennan 2-0 sigur. „Mér var sagt það í byrjun tímabilsins að línuvörðurinn myndi ekki lyfta flagginu sínu. Hann lyfti aftur á móti flagginu og dómarinn var að fara að flauta í flautuna sína,“ sagði Wilder. „Það stoppuðu allir á vellinum. Jonjo Shelvey setti boltann í markið en öll hans líkamstjáning sagði mér að hann sá að línuvörðurinn hafði lyft flagginu sínu og að hann vissi að hann væri rangstæður,“ sagð Wilder. „Ég vil vera að tala um okkar fyrsta tímabil aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil tala um tilraun okkar til að finna leiðir til að vinna lið eins og Newcastle. Ég vil fá að tala um fótbolta en ekki VAR einu sinni enn,“ sagði Wilder.
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira