Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. desember 2019 13:44 Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun framvegis sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað hefur verið sérhæft geðheilsuteymi fanga sem sinnir verkefnum sem tengjast föngum. Sérstakt samkomulag þessa efnis var undirritað í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. „Þetta er ársverkefni sem við erum að setja af stað. Sem er undirbúningur að því hvernig við sjáum þetta til lengri framtíðar. Það er fjármagnað. Við erum með fimmtíu og fimm milljónir á þessu ári og síðan sjötíu á næsta ári. Vegna þess að ég vil að það liggi algjörlega fyrir að verkefnið sé fjármagnað til fulls,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að þjónustan eigi eftir að festa sig í sessi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mikið ánægjuefni að stórefla eigi þessa þjónustu við fanga. „Þetta er auðvitað magnaður dagur. Við erum búin að bíða eftir þessu í marga áratugi. Berjast fyrir því að fá geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan veika skjólstæðingahóp,“ segir Páll. Hann segir fanga koma til með að finna mikla breytingu. „Fangar hafa núna aðgengi að geðlækni þegar það hentar og þegar það er nauðsynlegt. Það hefur ekki verið geðlæknir starfandi við fangelsi landsins í mörg ár. Bara það eitt og sér skiptir miklu máli en að það sé heilt teymi í kringum það og aðgengi fanganna að þessu teymi þegar það þarf, skiptir miklu máli,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun framvegis sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað hefur verið sérhæft geðheilsuteymi fanga sem sinnir verkefnum sem tengjast föngum. Sérstakt samkomulag þessa efnis var undirritað í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. „Þetta er ársverkefni sem við erum að setja af stað. Sem er undirbúningur að því hvernig við sjáum þetta til lengri framtíðar. Það er fjármagnað. Við erum með fimmtíu og fimm milljónir á þessu ári og síðan sjötíu á næsta ári. Vegna þess að ég vil að það liggi algjörlega fyrir að verkefnið sé fjármagnað til fulls,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að þjónustan eigi eftir að festa sig í sessi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mikið ánægjuefni að stórefla eigi þessa þjónustu við fanga. „Þetta er auðvitað magnaður dagur. Við erum búin að bíða eftir þessu í marga áratugi. Berjast fyrir því að fá geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan veika skjólstæðingahóp,“ segir Páll. Hann segir fanga koma til með að finna mikla breytingu. „Fangar hafa núna aðgengi að geðlækni þegar það hentar og þegar það er nauðsynlegt. Það hefur ekki verið geðlæknir starfandi við fangelsi landsins í mörg ár. Bara það eitt og sér skiptir miklu máli en að það sé heilt teymi í kringum það og aðgengi fanganna að þessu teymi þegar það þarf, skiptir miklu máli,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira