Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. desember 2019 13:44 Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun framvegis sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað hefur verið sérhæft geðheilsuteymi fanga sem sinnir verkefnum sem tengjast föngum. Sérstakt samkomulag þessa efnis var undirritað í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. „Þetta er ársverkefni sem við erum að setja af stað. Sem er undirbúningur að því hvernig við sjáum þetta til lengri framtíðar. Það er fjármagnað. Við erum með fimmtíu og fimm milljónir á þessu ári og síðan sjötíu á næsta ári. Vegna þess að ég vil að það liggi algjörlega fyrir að verkefnið sé fjármagnað til fulls,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að þjónustan eigi eftir að festa sig í sessi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mikið ánægjuefni að stórefla eigi þessa þjónustu við fanga. „Þetta er auðvitað magnaður dagur. Við erum búin að bíða eftir þessu í marga áratugi. Berjast fyrir því að fá geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan veika skjólstæðingahóp,“ segir Páll. Hann segir fanga koma til með að finna mikla breytingu. „Fangar hafa núna aðgengi að geðlækni þegar það hentar og þegar það er nauðsynlegt. Það hefur ekki verið geðlæknir starfandi við fangelsi landsins í mörg ár. Bara það eitt og sér skiptir miklu máli en að það sé heilt teymi í kringum það og aðgengi fanganna að þessu teymi þegar það þarf, skiptir miklu máli,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun framvegis sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað hefur verið sérhæft geðheilsuteymi fanga sem sinnir verkefnum sem tengjast föngum. Sérstakt samkomulag þessa efnis var undirritað í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. „Þetta er ársverkefni sem við erum að setja af stað. Sem er undirbúningur að því hvernig við sjáum þetta til lengri framtíðar. Það er fjármagnað. Við erum með fimmtíu og fimm milljónir á þessu ári og síðan sjötíu á næsta ári. Vegna þess að ég vil að það liggi algjörlega fyrir að verkefnið sé fjármagnað til fulls,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að þjónustan eigi eftir að festa sig í sessi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mikið ánægjuefni að stórefla eigi þessa þjónustu við fanga. „Þetta er auðvitað magnaður dagur. Við erum búin að bíða eftir þessu í marga áratugi. Berjast fyrir því að fá geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan veika skjólstæðingahóp,“ segir Páll. Hann segir fanga koma til með að finna mikla breytingu. „Fangar hafa núna aðgengi að geðlækni þegar það hentar og þegar það er nauðsynlegt. Það hefur ekki verið geðlæknir starfandi við fangelsi landsins í mörg ár. Bara það eitt og sér skiptir miklu máli en að það sé heilt teymi í kringum það og aðgengi fanganna að þessu teymi þegar það þarf, skiptir miklu máli,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira