Justin Timberlake bað Jessicu Biel afsökunar á hegðun sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 09:15 Hjónin Jessica Biel og Justin Timberlake. vísir/getty Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST Hollywood Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira
Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST
Hollywood Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira