Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2019 18:35 Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum undruðust bæði starfslokasamninginn við Harald Jóhannesson ríkislögreglustjóra og þau störf sem hann ætti að taka að sér fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ekki síst í ljósi þess að átta af níu lögreglustjórum og Landssamband lögreglumanna hafi lýst vantrausti á ríkislögreglustjórann. Þá hefði umboðsmaður Alþingis sent fyrirspurn til ráðuneytisins um hvers vegna hann hefði ekki verið áminntur í starfi vegna bréfs sem hann skrifaði á bréfsefni embættisins til blaðamanns til að kvarta undan umfjöllun. Helga Vala sagði löngu hafa verið tímabært að Haraldur viki og að því leyti væri starfslokasamningurinn góður. „En nú hefur hæstvirtur dómsmálaráðherra gert fordæmalaust samkomulag við umræddan embættismann. Samkomulag sem hefur vakið furðu, undrun og jafnvel regin hneykslan um samfélagið,“ sagði Helga Vala. Hún spurði ráðherra hvort eðlilegt væri að Haraldur leiddi stefnumótunarvinnu um löggæslumál í ráðuneytinu og hvort meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt við ákvörðun um greiðslur til hans. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur myndi ekki leiða stefnumótunarvinnu, heldur vinna sérstök verkefni þar sem reynsla hans nýttist henni, meðal annars á sviði alþjóða lögreglumála. „Heldur leiði ég þá vinnu sem fer fram í ráðuneytinu um lögreglumál nú sem áður,“ sagði Áslaug Arna. „Og ég tel já að meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt. Það er auðvitað umdeilanlegt að gera starfslokasamning. Það er auðvitað ekki bæði hægt að hafa ströng lög um opinbera starfsmenn og enga heimild um starfslokasamninga. Helgi Hrafn tók undir gagnrýni Helgu Völu. Hann sagði eðlilegt að greiða ríkislögreglustjóra laun út skipunartíma hans ef honum hefði verið sagt upp störfum. „Ef ríkislögreglustjóri sjálfur sagði upp finnst mér skrýtið að hann fái tveggja ára laun. Ofan á það sérverkefni í lögreglumálum í mánuði í viðbót sem mér finnst ekki hafa verið skilgreind mjög vel,“ sagði Helgi Hrafn. Áslaug Arna áréttaði að það hefði skort á samvinnu og samstarf innan lögreglunnar og þar gæti lögregluráð sem stofnað verði um áramót. „Ríkislögreglustjóri sagði ekki upp, sagði ekki stöðu sinni lausri. Heldur kom hann að máli við mig um möguleg starfslok og mögulegan starfslokasamning,“ sagði dómsmálaráðherra. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum undruðust bæði starfslokasamninginn við Harald Jóhannesson ríkislögreglustjóra og þau störf sem hann ætti að taka að sér fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ekki síst í ljósi þess að átta af níu lögreglustjórum og Landssamband lögreglumanna hafi lýst vantrausti á ríkislögreglustjórann. Þá hefði umboðsmaður Alþingis sent fyrirspurn til ráðuneytisins um hvers vegna hann hefði ekki verið áminntur í starfi vegna bréfs sem hann skrifaði á bréfsefni embættisins til blaðamanns til að kvarta undan umfjöllun. Helga Vala sagði löngu hafa verið tímabært að Haraldur viki og að því leyti væri starfslokasamningurinn góður. „En nú hefur hæstvirtur dómsmálaráðherra gert fordæmalaust samkomulag við umræddan embættismann. Samkomulag sem hefur vakið furðu, undrun og jafnvel regin hneykslan um samfélagið,“ sagði Helga Vala. Hún spurði ráðherra hvort eðlilegt væri að Haraldur leiddi stefnumótunarvinnu um löggæslumál í ráðuneytinu og hvort meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt við ákvörðun um greiðslur til hans. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur myndi ekki leiða stefnumótunarvinnu, heldur vinna sérstök verkefni þar sem reynsla hans nýttist henni, meðal annars á sviði alþjóða lögreglumála. „Heldur leiði ég þá vinnu sem fer fram í ráðuneytinu um lögreglumál nú sem áður,“ sagði Áslaug Arna. „Og ég tel já að meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt. Það er auðvitað umdeilanlegt að gera starfslokasamning. Það er auðvitað ekki bæði hægt að hafa ströng lög um opinbera starfsmenn og enga heimild um starfslokasamninga. Helgi Hrafn tók undir gagnrýni Helgu Völu. Hann sagði eðlilegt að greiða ríkislögreglustjóra laun út skipunartíma hans ef honum hefði verið sagt upp störfum. „Ef ríkislögreglustjóri sjálfur sagði upp finnst mér skrýtið að hann fái tveggja ára laun. Ofan á það sérverkefni í lögreglumálum í mánuði í viðbót sem mér finnst ekki hafa verið skilgreind mjög vel,“ sagði Helgi Hrafn. Áslaug Arna áréttaði að það hefði skort á samvinnu og samstarf innan lögreglunnar og þar gæti lögregluráð sem stofnað verði um áramót. „Ríkislögreglustjóri sagði ekki upp, sagði ekki stöðu sinni lausri. Heldur kom hann að máli við mig um möguleg starfslok og mögulegan starfslokasamning,“ sagði dómsmálaráðherra.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59