Nemendur hlaupa mílu á hverjum degi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2019 08:00 Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00