Kæri borgarstjóri Benedikt Birgisson skrifar 4. desember 2019 10:15 Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun