Kæri borgarstjóri Benedikt Birgisson skrifar 4. desember 2019 10:15 Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar