Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield: Bætir hann við marki í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Anfield. Getty/ Alex Dodd Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira