Enski boltinn

Pochettino með augun á starfi Solskjær á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. Getty/ Michael Regan
Mauricio Pochettino, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, hefur mikinn áhuga á því að komast í starf Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United.

Manchester Evening News segir að Arsenal, Real Madrid og Bayern München hafi öll áhuga á að ráða Pochettino en að Argentínumaðurinn hafi sjálfur mestan áhuga á að taka við liði Manchester United.

Pochettino fylgist því örugglega vel með leik Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með slæmum úrslitum á heimavelli gæti hitnað enn meira undir Solskjær.





Pochettino var óvænt rekinn frá Tottenham á dögunum eftir fimm og hálfs árs starf en er nú kominn aftur til Englands eftir að hafa farið í frí heim til Argentínu eftir brottreksturinn.

„Það besta í stöðunni var að koma til Argentínu og fá smá frið. Síminn minn virkar ekki almennilega hér og ég hef ekkert verið að fylgjast með samfélagsmiðlum eða fréttum. Ég kom hingað í tíu daga frá en er síðan á leiðinni aftur til London. Ég hafði ekki langan tíma til að jafna mig en ég ætla að hugsa jákvætt og hlusta eftir tilboðum,“ sagði Mauricio Pochettino í viðtali við Fox Sports í Argentínu.

Hann er nú kominn aftur til Englands þótt að það sé ekki vitað hvort hann verði meðal áhorfanda á Old Trafford í kvöld.

„Ég ætlað mér að finna mér lið í Evrópu,“ sagði Mauricio Pochettino við komuna til Englands en beIN SPORTS segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×